Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 93
Goðasteinn 2009
Arnur [Arnór, Arnþór] Alf [Álfur] Osa [Ása] Asegut [Ásgautur]
Askelet [Áskell] Aslath [Áslákur] Estret [Ástráður, Ástríður] Darri
[Darri] Dola [Dalla] Folkis [Falgeir, Fálki?] Gude [Gauti, Guðni]
Gudemunder [Guðmundur] Gunnor [Gunnar] Hemming [Hemingur]
Keiloc [Kjallakur] Ketil [Ketill] Gulzenna [Kolþerna] Curmaker [Kor-
mákur] Mar [Már] Sporri [Snorri] Stenruder [Steinröður] Sorli [Sörli]
Steini [Steini] Tiure [Tjörvi] Wimiider [Vermundur] Wigedis [Vigdís]
Williburga [Vilborg] Thorkil [Þorkell] Trugiles [Þorgils] Trugis
[Þorgeir] Thola [Þorlaug] Tuole [Þorlaug? Þorleif?] Zorth [Þórður]
Zurder [Þórður] Zurarin [Þórarinn] Zure [Þórir] Zuri [Þórir] Zurrider
[Þórríður] Esa [Æsa] (Sjá Das Verbriiderungsbuch der Abtei
Reichenau. MGH: Libri memoriales et necrologia. Nova series I. og
Diplomatarium Islandicum I #25: Nafnaskrá íslenzkra suðurgöngu-
manna úr klaustrinu í Eynni auðgu í Rínarhólmum)
Bræðralagsbækur (Verbrúderungsbúcher) voru meðal annars haldnar í
klaustrum frá áttundu til þrettándu aldar. í þær voru skráð nöfn lifandi einstakl-
inga sem teknir voru í bænabræðralög (Gebetsbrúderschaften) í klaustrum,
líknarstofnunum eða klerkasamkundum, til þess að hægt væri að biðja fyrir þeim í
viðkomandi stofnun. Bókin í Reichenau var því ekki gestabók, eins og Bogi Th.
Melsteð gekk út frá en hann segir að þar „voru rituð nöfn þeirra manna, sem komu
þangað ... á tímabilinu 850-1250.“ Því er hugsanlegt miðað við greindar
forsendur að íslenzku gestirnir hafi aðeins verið tveir og hafi annar látið skrá með
sér sextán einstaklinga og hinn tuttugu og tvo, þá er þeir vildu láta biðja fyrir.
Jón Sigurðsson vitnar til þess í Islenska fornbréfasafninu að „Mone, nafnfrægur
fornfræðingur á Þýskalandi, varð fyrstur til að taka eptir, að fjöldi nafna karla og
kvenna af Norðurlöndum hafa verið rituð á þessari bók. Alls segir hann þar muni
vera hérumbil 40,000 nafna ...“ Jón forseti segir einnig að Jacob Grimm hafi skýrt
frá niðurstöðum Mone á fundi í norræna fornfræðafélaginu 16. september 1844
þar sem hann fjallaði um fornnorræn eiginnöfn í bræðralagsbókinni í Reichenau.
Hann birtir lista Mone úr Anzeiger fúr Kunde des deutschen mittelalters (IV. hefti,
s. 97-99, Karlsruhe 1835), þar sem eru 548 fornnorræn nöfn og við þetta bætast
síðan fjörutíu íslenzku nöfnin hér að ofan en ekkert land er nefnt í bókinni annað
en Hislant t[er]ra.
91