Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 149
Goðasteinn 2009
sýnt slíkt en krafðist skilnings á misjöfnum aðstæðum fólks og var áfram um
allt starf og öll framfaramál sem unnin voru í þágu lamaðra og fatlaðra.
Öll þessi lífsreynsla hefur án alls efa markað spor í hjartalag hennar en
hún hefur einnig flett frá hisminu og kennt henni að greina kjarnann og það
sem gefur lífinu gildi. Hún var fulltrúi þeirra gilda sem skipta svo óendanlega
miklu máli í samskiptum milli fólks, - að bera virðingu fyrir öðru fólki, sýna
hlýleika og vináttu í allri framkomu, að vera raungóð og hugumstór og njóta
þess sem lífið lætur okkur falla í skaut og gera það besta úr þeim aðstæðum
sem að höndum ber hverju sinni.
Hún hafði ákaflega gaman af að ferðast og naut þess að ferðast erlendis
og kynnast framandi þjóðum og menningarsiðum og ferðaðist þá með systrum
sínum og börnum þeirra og einnig Sjálfsbjargarfélögunum. Hún var einn af
stofnfélögum Sjálfsbjargar og vann ötullega í þeim félagsskap og tók þar
meðal annars þátt í íþróttastarfi og vann til margra verðlauna í sundi.
En hún var í hjarta sínu barn náttúrunnar og yndi hafði hún af landinu
okkar fagra og ferðalögum innanlands. Lunansholt var miðpunkturinn í lífi
allra systranna og stórfjölskyldunnar og þar reistu þær sér fallegan sumar-
bústað.
Oddný andaðist þann 21. nóvember. Útför hennar fór fram frá Grafar-
vogskirkju og var hún jarðsett í Skarðskirkjugarði 27. nóvember 2008.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
Oskar Einarsson, Hellu
Óskar Einarsson fæddist í Hallskoti í Fljótshlíð 7. maí
1926. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Eiríksdóttir
og Einar Þorsteinsson. Óskar ólst upp í Hallskoti og
gekk til allra sveitastarfa. Hann var elstur fjögurra
systkina, þau eru: Ingibjörg, fædd 1929, hún er látin,
Ágústa, fædd 1931 og Eiríkur, fæddur 1933, hann er
látinn, auk þess áttu þau uppeldissysturina Guðrúnu
Sveinsdóttur, fædda 1917.
147