Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 29

Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 29
Goðasteinn 2009 bakka Rangárinnar, þaðan sem Siggi reri síðan austur yfir hana. Allt gekk þetta slysalaust, því þótt við værum ekki nema 15 og 16 ára vorum við vanir að róa, ég hér á Þveránni og Siggi eins og aðrir strákar á Eyrarbakka á þessum árum. Við kipptum nú bátnum á land og hvolfdum honum eins og venja var að gera að notkun lokinni. Héldum við síðan sem leið lá heim að Móeiðarhvoli, fórum í gegningarnar og að því búnu að búa okkur á ballið. Löbbuðum við Siggi síðan sem leið lá frá Móeiðarhvoli upp að Djúpadal. Var nú komið mikið norðanrok og allmikið frost. Djúpadalsfeðgar, þeir Sigursteinn og Alexander urðu svo samferða okkur vestur yfir sandinn frá Djúpadal að Strönd. Á leiðinni fengum við allhart veður og sandbyl. Þegar að Strönd kom var fátt fólk komið en fór nú að tínast að. Nokkuð dróst að Bakkbæingar kæmu en að lokum komu þeir líka, 12-14 saman. Þeir voru nokkrum klukkutímum á eftir okkur Sigga yfir ána og hafði þá hvesst meira og ísskrið komið í hana. Sá er fyrir hópnum fór var Páll Pálsson frá Bakka- koti, oftast kallaður Stóri-Páll, heljarmenni að burðum. Hann kom fyrstur inn úr dyrunum, dreif sig úr utanyfirjakkanum sem var allur eitt klakaklambur og hefði víst staðið einn á gólfinu ef hann hefði sett hann niður. En jakkinn fór á fatahengið og fór þar mikið fyrir honum fram eftir nóttu. Já, það var harðsótt hjá Bakkbæingum að fara á þetta ball. Árni bóndi og ferjumaður í Fróðholtshjáleigu taldi orðið ófært að fara yfir ána sökum hvassviðris og frosts þegar ballfólkið kom að Hjáleigunni en Stóri-Páll vildi reyna þetta. Hann hafði verið að smíða bát, flatbotnaðan pramma eins og þessir bátar voru kallaðir. Þeir flutu á grynnra vatni en byrðingar. Bátur Páls var allstór, gott fyrir tvo menn að róa honum og svo aðra tvo á næstu þóftu til að falla á eins og það var kallað. Var það gert í þessari fyrstu ferð hans yfir ána. Stóri-Páll reri og þurfti að fara þrjár eða fjórar ferðir yfir.ána vegna þess að ekki var hægt að hlaða bátinn mikið vegna hvassviðrisins. Reru fjórir menn norður yfir ána en tveir til baka undan vindinum til að sækja næsta hóp og í hverjum hópi voru alltaf nýir menn til að falla á með ræðurunum. Á þessum árum kunnu allir karlmenn á Bakkabæjum að róa enda var ferjan í Hjáleigunni aðalsamgöngutækið yfir ána, allt þar til Þveráin var brúuð 1932 og raunar lengur vegna þess að enginn Bakkbæingur átti bíl. Krókurinn þótti því langur á brúna ef erindi voru til Rangárvalla, svo sem kirkjuferða að Odda og flytja skólabörnin í heimavistaskólann að Strönd eftir að hann tók til starfa. Einnig komu menn oft gangandi niður á Tanga og kölluðu á ferju, því þarna var lögferja eins og það var kallað. Menn fóru einnig með hesta þarna yfir og voru þeir þá sundlagðir því venjulega var sundvatn þarna á ferjustaðnum. Þá voru fráfærulömb ferjuð þarna yfir ána á vorin og stundum sláturfé á haustin. En víkjum nú aftur að ballnóttinni á Strönd. Veðrið var víða um land ofsaveður og reyndist nóttin verða mannskaðanótt, bátar fórust og menn urðu úti, alls 25 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.