Goðasteinn - 01.09.2009, Page 40

Goðasteinn - 01.09.2009, Page 40
Goðasteinn 2009 Fékk hann þá Birni bú algert að Ásólfsskála, en tók við búi í Mörk. Þorgeir færði sjálfur hjón Bjarnar til Ásólfsskála ok allt búferli hans . Af framanskráðum tilvitnunum úr Njálssögu virðist mega ráða að þegar þetta gerðist, sem mun hafa verið um 1011, hafi verið búið að skipta Þórsmörk í þrjár bújarðir og Björn hafi búið á þeirri jörðinni sem var miðsvæðis. Þá verður að ganga út frá því að Þorgeir hafi átt jörðina Ásólfsskála enda var hún hluti af landnámi afa hans, Þorgeirs ins hörska í Holti. Hér verður líka reiknað með að Björn hafi átt ábýlisjörð sína í Þórsmörk enda tæplega hægt að gera svona jarða- skipti nema þessar jarðir hafi verið eign þeirra. í máldaga (eignaskrá) Holtskirkju frá 1270 segir að kirkjan eigi sjö skóga í Þórsmörk, „... í staung gamla nautur gatna skogur og Loptz nautur lækjar skogur og tungur inn í gil frá hofða skogi.“ Nöfnin á þeim stöðum sem hér eru nefndir eru önnur en þau sem nú eru notuð nema nafnið Stöng. í vitnisburðum gamalla manna sem búsettir voru í Holtssókn á árinu 1767 segir að Lækjarskógur séu sama og Hamraskógar, Lopts nautur sama og Stórendi og Gamla nautur sama og Litlendi. Þá er líka til vitnisburður frá sama tíma um að Holtskirkja hafi átt skóg í Slyppugili. Líklegt er að það sé Gatnaskógur. Skógar- eign Holtskirkju á Þórsmörk samkvæmt máldaganum frá 1270 og framangreind- um vitnisburðum frá 1767 hefur því verið: Stöng, Stórendi, Litlendi, Slyppugil, Hamraskógar og tungur inn í gil frá Höfðaskógi sem líklegt er að séu Svínatungur en þær eru norðan við Tindfjöll og ná frá Tindfjallagili þar sem það nær út í Þröngur og inn í Rjúpnafellsgil. Þessir staðir eru allir á miðhluta Þórsmerkur, nánar til tekið sunnan megin frá Góðagili sem er framan við Búðarhamar og fram á hálsinn milli Slyppugils og Langadals og norðan megin frá Rjúpnafellsgili og vestur að Fljótsgili. Það svæði sem hér hefir verið skilgreint hlýtur þá að hafa verið á jörðinni sem Þorgeir í Holti fékk frá Birni. Ekki er kunnugt um fornar bæjarrústir á þessu svæði en þær gætu samt verið þar. í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1709 er sagt á bls. 102: „Húsadalur heitir annað ömefni skammt frá Þuríðarstöðum. Þar halda menn til forna byggð hafi verið, jafnvel mikil, af girðingum, sem enn nú til sjest.“ Nú kannast menn ekki við að merki um garðahleðslur séu sýnileg í Húsadal en það segir ekki mikið um hvort þar hafi verið bær á fyrri öldum því ekki var vitað um að bær hafi verið á Þuríðarstöðum efri fyrr en rústir hans fóru að koma í ljós þegar hann fór að blása upp. Þó áttu gangnamenn þar leið um í hverri smölun á Þórsmerkurrana. Hafi bær verið í Húsadal, gæti það hafa verið landnámsbærinn og ef hann hefur verið norðan megin í dalnum, gæti hann hafa tilheyrt miðjörðinni eftir að skipt 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.