Stjörnur - 10.01.1950, Side 8
Viðtal við frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur.
Leyfið börnunum ekki
of oft í bíó.
EKKI ALLS fyrir löngu var
nokkuð rætt um Kvikmyndaeftir-
lit ríkisins í blöðum höfuðstað-
arins, í því tilefni brugðum við
okkur á tal við frú Aðalbjörgu
Sigurðardóttur, sem um margra
ára skeið hefur kveðið upp dóma
um það hvaða myndir skuli sýnd-
ar börnum og hverjar ekki. Báð-
um við frúna að skýra frá sjónar-
miðum sínum. Varð hún fúslega
við þeim tilmælum.
— Eg vil þá fyrst taka það
fram, segir frú Aðalbjörg, að það
er ekki í verkahring eftirhtsins
að banna eða leyfa sýningar á
kvikmyndum yfirleitt, heldur
nær vald okkar aðeins til þess
að úrskurða hvaða myndir séu
leyfðar fyrir börn og unglinga til
16 ára aldurs. Við ráðum auðvit-
að engu um það hvaða myndir
eru hér sýndar í bíóunum, hvort
þær eru góðar eða vondar. Að
banna myndir er aðeins á valdi
lögreglustjórans og það er yfir-
leitt aldrei gert nema einhverjar
alveg sérstakar og óvenjulegar á-
stæður séu til þess.
Það mun hafa verið 1930 eða
þar um bil, sem byrjað var að
hafa eftirlit með kvikmyndasýn-
ingunum, frá hálfu hins opinbera.
Fyrstu árin var barnavemdarráð-
inu á hverjum stað falið þetta
starf. Þá voru í ráðinu hér í
Reykjavík sjö manns og skiptust
þeir á um að sjá myndirnar. En
úrskurðir þessa fólks urðu mjög
sundurleitir, einn bannaði mynd-
ir sem annar hefði leyft, og varð
öllum aðilum, ekki síst bíóunum
sjálfum það Ijóst, að ef eitthvert
samræmi og vit ætti að vera í
kvikmyndaskoðuninni yrðu sömu
mennirnir að dæma um allar
myndir. Þessvegna varð það að
’ Menntamálaráðuneytið — en
undir það heyrir kvikmyndaeftir-
litið — skipaði mig til þessa starfs
eftir tillögu Barnaverdarráðs ís-
lands, og Jón Pálsson bankafé-
hirðir sem varamann minn. Þetta
mun hafa verið 1935, ef ég man
rétt, og síðan hef ég gengt þessu
starfi. Þegar Jón Pálsson andað-
ist kom fröken Petrína Jakobs-
son í hans stað og var hún vara-
8 STJQRNVR