Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 40

Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 40
og hverjum þeim, sem drekkur úr henni, hverfur allt hið umliðna úr minni. Hver vill vísa mér veg- inn til lindarinnar.“ „Hér er sá,“ heyrði hann sagt rétt hjá sér. „Eg er vel kunnugur drykk þeim, sem orsakar óminn- ið, og skal með glöðu geði segja þér allt, sem ég veit um hann.“ Heinz leit upp og sá að frammi fyrir sér stóð unglingur í svörtum fatadruslum. Tærnar gægðust forvitnislega út um skó- garmana hans. Hann kvaðst vera farandsveinn, og hélt hann áfram ræðu sinni á þessa leið: „Drykkur sá, sem orsakar ó- minnið heitir Lethe og hefir upptök í Grikklandi. Þangað verðurðu að ferðast. En viljir þú ná hinu sama takmarki með hægu móti, þá kom þú með mér til Vín- berja-veitingahússins. Það er ekki langt á burtu héðan. Þar mun veitingakonan gefa þér að bragða óminnisdrykkinn, svo framarlega sem pyngjan þín er þyngri en mín er.“ Þannig mælti farandsveinninn. Heinz reis á fætur og fylgdi hon- um eftir til veitingahússins í skóg- inum. Þar drukku þeir saman all- an daginn og hálfa nóttina. Um miðbik nætur lágu þeir rólegir á bekknum. Heinz hafði gleymt öllu, sem kvaldi hann og angraði. En í dögun þyrmdi sorgin yfir hann á ný og þar að auki hafði hann fengið höfuðverk. Hann borgaði reikning sinn og félaga síns, kvaddi farandsveininn í snatri og hélt áfram leiðar sinnar. „Ó, hver getur gleymt!“ æpti hann og barði hnefanum á enni sér. „Ég verð að finna lindina, því annars missi ég vitið.“ Rétt hjá veginum var hálfvis- inn víðirunnur, og þar sat hrafn, sem sneri höfðinu að hinum ein- manalega vegfaranda og horfði á hann með forvitnissvip. „Vitri fugl!“ sagði skógarbú- inn. „Þú veist allt, sem skeður á jörðinni; seg mér hvar óminnis- lindin rennur.“ „Já, það vildi ég nú líka vita,“ svaraði hrafninn, „því þá myndi ég sjálfur drekka af henni. Ég vissi um músahreiður, með sjö spikuðum ungum í, en í gærdag, þegar ég fór að sjá hvernig bless- uðum litlu skepnunum liði, þá var mörðurinn búinn að taka músa- hreiðrið frá mér, og ekki agnar- ögn eftir skilin. Og hvert sem ég fer síðan þá get ég ekki um ann- að hugsað en tap mitt. Hver þekk- ir óminnisdrykkinn? Bíðum nú hægir. Farðu bara til gömlu skóg- arkonunnar, hún er vitrari en fólk er flest og veit kannski um óminnisdrykkinn.“ Og hrafninn vísaði veiðimanninum veginn til gömlu skógarkonunnar. Gamla konan var heima. Hún sat og spann fyrir framan litla húsið sitt, og lét hvíta höfuðið síga hálf-dottandi ofan í bringuna. i 40 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.