Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 9
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir.
maður minn, unz Jens Nielson
kennari tók við af henni fyrir
tveimur árum. Við bíóin úti á
landi er sinn maður á hvorum
stað, en flestar myndir eru frum-
sýndar hér í Reykjavík og styðj-
ast þeir eflaust við okkar dóma
hér syðra. Þó hef ég frétt af því,
að myndir, sem mér hafa þótt
ósköp saklausar börnum, hafi ver-
ið bannaðar sumstaðar annars-
staðar á landinu.
— Og hvaða tilhögun er svo
höfð á eftirlitinu og eftir hvaða
reglum er farið?
— Þegar ákveðið er að sýna
nýja mynd, sem ekki hefur verið
frumsýnd hér áður, fæ ég orð um
að koma, og get ég alltaf átt von
á kalli frá einhverju bíóanna á
tímanum frá kl. 1—5 e. h. Ég get
því ekki verið fast bundin við
önnur störf á þessu tímabili, en
auðvitað er það marga dagana,
sem engin ný mynd kemur fram.
Þegar úrskurða á hvort leyfa
eða banna skuli mynd til sýning-
ar fyrir börn og unglinga, hef ég
einkum tvennt í huga: Getur
myndin haft siðspillandi áhrif,
getur hún vakið slíka hræðslu
hjá barninu að alvarlegt mein
geti að orðið. Síðara atriðið er
ekki síður mikilsvert, þótt mörg-
um sjáist einmitt yfir þessa á-
stæðu til þess að mynd sé bönn-
uð. Áður en farið var að fylgjast
með því af hálfu hins opinbera
hvaða myndir börnum var leyft
að sjá, kom það ekki ósjaldan fyr-
ir, að böm urðu beinlínis veik
af hræðslu á kvikmyndasýning-
um. Það er annað en gaman þeg-
ar slíkt kemur fyrir, því áhrif
hræðslunnar geta orðið langæ,
t. d. hefur einn Reykjavíkurlækn-
anna frá þeim árum sagt mér, að
hvað eftir annað hafi hann verið
sóttur til barna að næturlagi,
sem gripin urðu á ný ofsahræðslu
vegna mynda, sem þau höfðu séð.
Börn, sem fyrir slíku verða, sækj-
ast ekki eftir því að fara í bíó
næstu árin.
Flestar myndir eru þannig að
ekkert álitamál er hvort leyfa
eigi þær eða banna. Glæpa- og
sakamálamyndir eru auðvitað
STJÖRNUR 9