Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 15
getið notað það. Verðið þér heima
í kvöld?
— Já, hvíslaði Lísa. Hún vissi
nú að maðurinn hlaut að hafa
hringt í skakkt númer, en hún gat
ekki fengið sig til að leiðrétta það
alveg strax. O, ef þetta hefði nú
í raun og veru verið hennar vin-
ur, ó, hve hamingjusöm hefði hún
ekki verið.
— Má ég syngja lagið einu
sinni enn? hélt maðurinn áfram.
Finnst yður ekki hrynjandin falla
vel við vísurnar, til dæmis hérna,
Vívianna ....
— Jú, en skiljið þér .... stam-
aði Lísa, ég er ekki ....
— Ó, fyrirgefið þér. Ég hef
fengið skakkt númer, afsakið, af-
sakið ....
Og tækinu var skellt á.
— Halló. Halló! hrópaði Lísa.
Hún gerði það ósjálfrátt, eins og
hún hefði hrópað á hjálp í lífs-
hættu. En það var ekkert svar.
Aðeins dauður sónninn í síman-
um hrópaði á móti, að ævintýrinu
væri lokið. Hún féll niður í sófa-
hornið sitt, þar sem sokkahrúg-
an beið hennar. En hún hafði enga
eirð til þess að sirrna svo hvers-
dagslegum hlutum sem götóttum
sokkum. Lagið söng í brjósti
hennar. Hún kunni það og við-
lagið var svona:
A meðal miljón kvenna
er mín hin eina sanna,
sem ég skal finna og unna,
unz ævistundin dvín.
Ósjálfrátt byrjaði hún að raula
lagið, en áður en varði söng hún
fullum hálsi unz nágrannarnir
beggja vegna börðu í veggina til
þess að láta hana vita að þeir
kærðu sig ekki um slíkan hávaða.
Það gætti sannarlega ekki neinn-
ar hrifningar af þeirra hálfu.
Morguninn eftir vaknaði hún
venju fyrr og tók töluverðan
krók á sig á leiðinni til skrifstof-
unnar., Hún vissi, eins og allir
aðrir í borginni, hver Vivianna
var. Vivianna Parker, aðalsöng-
stjarna Fjalakattarrevyunnar.
Önnur Vivianna var ekki til. Lísa
gekk framhjá húsinu hennar,
staðnæmdist snög'gvast eins og
hún byggist við að ævintýraprins-
inn myndi koma út. En í því húsi
ríkti þögn næturinnar, flestir
gluggar voru myrkir ,aðeins dauf
næturljós á stöku stað. Vivianna
svaf ennþá. Lísa hélt göngu
sinni áfram og kom á hæfilegum
tím^ í skriftofuna, þar sem ritvél-
in beið hennar.
OG NÆSTA kvöld hófst eins
og hið fyrra. Sokkahrúgan, sem
hún hafði látið eiga sig í gær,
beið hennar. Nú var ekki undan-
komu auðið. En varla hafði hún
fyrr hreiðrað um sig í sófahorn-
inu er sagan frá því kvöldinu áð-
5TJÖRNVR 15