Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 43
um, þegar hann rétti höndina
eftir bikarnum.
„Drekktu og g'leymdu öllu,“
mælti gamla konan.
„Öllu?“
„Já, öllu, — þínum fyrri sorg-
um, sjálfri mér, og —“
„Og mér líka,“ sagði mærin
yndislega og tók hendinni fyrir
augun til að hylja tárin, sem
brutust út.
'íí’á greip ungmennið bikarinn,
kastaði honum af alefli til jarðar
svo óminnisdrykkurinn féll í
glitrandi dropum ofan yfir grasið,
og hann hrópaði:
„Eg vil dvelja hjá þér, móðir!“
Og áður en hann gat gjört sér
grein fyrir því hvað skeð hafði,
hvíldi mærin við brjóst hans og
brosti gegnum tárin. Léttur þytur
heyrðist frá trjánum og korn-
stangirnar hneigðu höfði fyrir
andvaranum. Fuglarnir sungu og
grái kötturinn gömlu konunnar
gekk hringinn í kring um hina
hamingjusömu elskendur.
Nú gæti ég án mikillar fyrir-
hafnar breytt gömlu konunni í
ljómandi fagra álfkonu, dóttur
hennar í konungsdóttur og hina
nýbyggða húsi í skrautlega höll,
en við skulum heldur vera sann-
sögul og láta allt vera ein og það
var.
En eitt furðuverk skeði þó í
raun og veru. Allsstaðar þar sem
dropi af óminnisdrykkinum féll
til jarðar, spratt upp svolítið
blóm með himinbláum augum. —
Síðan hefur blómið breiðst út yfir
allt landið, en fyrir þá, sem þekkja
ekki nafnið á því, var saga þessi
ekki rituð.
stjörmir 43