Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 30

Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 30
Framh. a£ síðu 2ö. yfir því að vita hann taka þátt í því að frelsa ættjörð okkar und- an oki nazistanna. Við fullviss- uðum hvort annað um það, að fyrr eða síðar myndu vegir okk- ar aftur mætast, hversu langt sem þess yrði að bíða. En svo hðu mánuðirnir hver af öðrum og ég vissi ekkert um vin minn, hvað um hann var orð- ið, hvort hann var lífs eða liðinn. Helzt gerði ég ráð fyrir því, að hann hefði orðið að hverfa úr landi. Svo lauk stríðinu og land okk- ar varð á ný frjálst. En ég fekk hvorki boð né bréf. Eg reyndi að finna honum afsakanir og taldi mér trú um þetta og hitt. En hvað átti ég í rauninni að halda? Ég hafði nú kynnst öðrum pilti, sem mér féll að mörgu leyti vel í geð. Hann var mjög hrifinn af mér og mér varð það ljóst, að ég gat ekki látið hann bíða öllu lengur í óvissu um hug minn. Þetta var heiðarlegur og góður piltur, sem ég vildi ekki reynast illa. Hafði ég ekki vakið honum vonir? Vissi ég sjálf hvað ég vildi? Enn hafði ég engu heitið honum. Nú bað hann um ákveðið svar. Þá loks kom bréf frá vini mín- um. Hann var nýkominn heim frá útlöndum og dvaldi nú heima hjá foreldrum sínum í borg allfjarri heimkynnum mínum. Hann kvaðst þrá að fá að sjá mig aftur. Um leið varð mér það fyllilega Ijóst — það sem ég raunar hafði alltaf vitað innst í leynum hug- ans — að hann einn, og engan annan, myndi ég nokkurntíma geta elskað. En sú spurning hlaut að vakna, hvort ég gæti dansað svo eftir hans pípu? Hafði hann sýnt mér þá tillitssemi, er ég átti heimtingu á? Hvað hafði drifið á daga hans, þessa mörgu, löngu mánuði? Var hann sá hinn sami nú og þá er við kvöddumst? Eg svaraði bréfi hans ekki strax. En ég talaði við hinn nýja vin minn. Ég sagði honum, að mér væri það ljóst að annar maður ætti hug minn og það myndi ekki verða okkur til hamingju þótt ég hétist honum. Það væri bezt' að vegir okkar skildu. Hann varð að sætta sig við þetta. Dagarnir liðu hver af öðrum. Mér fannst ég sjálf vera að reka naglana í líkkistu hamingju minn- ar. Loks braut ég odd áf oflæti mínu og skrifaði, játaði fyrir hon- um, að ég þráði ekkert heitara en að fá að sjá hann aftur —------- Ég gat ekki annað .... Nú fer hann ekki oftar frá mér. 30 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.