Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 42

Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 42
Skógarkonan gamla kom til hans, hældi honum fyrir iðni hans og mælti: „Nú kemur annað skyldustarf- ið.“ Þá átti Heinz að grafa upp trjá- ræturnar, stinga upp jarðveginn, gróðursetja korn og sá fræi. Að þessu verki var hann í sjö vikur. En á hverju kvöldi, þegar dag- starfi hans var lokið, færði dóttir gömlu konunnar honum kvöld- verðinn, settist á trjástofn nálægt honum, og hlýddi á Heinz þegar hann var að segja henni frá um- heiminum. Og þegar hann lauk máli sínu, rétti hún honum hvítu höndina og mælti: „Góðar nætur, kæri Heinz.“ Svo fór hún heim, en Heinz leit- aði sér að hvílustað og féll strax í svefn. Þegar sjö vikur voru liðnar, kom gamla konan og leit yfir verkið, hældi unglingnum fyrir iðnina, og sagði: „Nú kemur þriðja skyldustarf- ið. Ur viði þeim, sem þú hefur feldan, skaltu byggja mér hús með sjö herbergjum ,og þegar því erf- iði er lokið, geturðu fengið bikar fylltan óminnisdrykkinum, og mátt fara hvert sem þú villt.“ Svo gerðist Heinz trésmiður, og með öxi og sög byggði hann ágætis hús. Honum vannst verkið seint í fyrstu, þar sem hann var aleinn, en honum var það samt ekki ó- geðfellt, laufgaður skógurinn var yndi hans, og hann myndi hafa verið ásáttur með að eiga ævin- lega heima í nánd við gömlu kon- una. I rauninni hugsaði hann þó stundum um hinar fyrri sorgir sínar, en einungis eins og sá, sem hefur dreymt illa drauma og verð- ur glaður að vakna frá þeim að morgni. A hverju kvöldi kom dóttir skógarkonunnar út til hans, og þau sungu saman, stundum glaðværa veiðisöngva, stundum skilnaðarsöngva, um óendur- goldna ást og unaðsljúfa sam- fundi. Þannig liðu sjö mánuðir. Þá var smíðinu lokið og húsið fullgert, allt frá þrepskildi og upp í mæn- irborð. Heinz hafði komið ungu furutré fyrir við gaflinn og mærin fléttað sveigi úr furutágum með rauðum fjallasks-berjum, og skreytt veggina með þeim. Gamla konan kom út á hækjum sínum, með köttinn sitjandi á herðum sér, og leit yfir hið fullendaða smíði. Hún var mjög alvarleg, og í hendi sinni bar hún útskorinn bikar úr viði, fylltan óminnis- drykkinum. „Þú hefur unnið hin þrjú skyldustörf, sem ég lagði fyrir þig,“ sagði hún, „og nú færðu launin. Tak við þessum bikar, og þegar þú hefur teigað hinn síðasta dropa hans, þá hverfur hið umliðna úr minni þér.“ Skógarbúinn var á báðum átt- 42 5TJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.