Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 36
Ominnisdrykkurinn.
Smásaga eftir Rudolph Baumack.
í HRINGLÖGUÐU turnherbergi
sem skreytt var með alls konar
veiðiútbúnaði, hjartarhornum og
úttroðnum villifuglum, sat ungl-
ingur á viðarstól og tvinnaði boga-
streng úr marðarsinum og söng
glaðværan veiðisöng. Klæðnaður
hans benti á að hann var veiði-
maður, og snöggskorna hárið, að
hann væri þjónn í kastalanum.
Nafn hans var Heinz.
Yfir höfði mannsins hékk hring-
róla, og í rólunni sat grár fálki
með bundna vængi. Hvað eftir
annað hætti maðurinn vinnu
sinni til að koma rólunni á harða
hreyfingu, þegar hún ætlaði að
stanza. Þetta var gjört til þess að
hindra fálkann frá að sofna, því
hann var ungur og átti að temj-
ast til veiða. Tamningin á rétt-
vöndum fálka, byrjar á því að
gjöra hann undirgefinn með
hungri og vökum.
Heinz hafði verið veiðimaður
greifans, og hjá honum hafði hann
alltaf haft mikið að starfa. En nú
höfðu tímamir breyzt til batnað-
ar. Gamli greifinn veiddi ekki
framar, því í heilt ár hafði hann
hvílst þögull og kyrrlátur í lík-
kistu úr steini, skreyttri merkis-
skjöldum. Og ekkjan hans, hún
frú Aðalheiður, sat alla daga hjá
kastalaprestinum og hugsaði ekk-
ert um veiðistörf.
í dag hlaut húsfreyju kastalans
að hafa leiðst bænaiðjan, því hún
kom út úr herbergjum sínum og
reikaði um virkið. Söngur veiði-
sveinsins, var geðfeld breyting
frá hinu nefhljóðaða sálmakvaki
prestsins, og hún gekk á hljóðið
og fór inn í herbergi veiðimanns-
ins í turninum.
Heinz varð meir en lítið for-
viða, þegar hann sá hina skraut-
legu hefðarkonu, með sorgar-
blæju og í gráum kjól, koma inn
til sín. Hann stóð á fætur og
hneigði sig djúpt. Hin demant-
skæru augu frú Aðalheiðar,
horfðu rannsakandi á hinn granna
vöxt ungménnisins, og svo brosti
hún yndislega, og Heinz sýndist
bros hennar eins bjart og geislar
vorsólarinnar í maímánuði. Hefð-
arkonan spurði margra spurninga
36 STJÖRNUR