Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 10

Stjörnur - 10.01.1950, Blaðsíða 10
ekki fyrir börn eða unglinga. Ekki heldur styrjaldarmyndir. Myndir, þar sem sjást þjófnaðir, eru líka undantekningarlaust bannaðar. Ekki er heldur holt að láta baldna stráka horfa á myndir, sem fjalla ekki um annað en meiningarlaus hrekkjabrögð, sem hafa í för með sér eyðileggingu verðmæta. Ég varð t. d. nýlega að banna börnum aðgang að Gög og Gokkemynd, þar sem þeir léku tvo kaupmenn, er aldrei sátu á sárshöfði og fundu upp óteljandi brögð til þess að eyðileggja vörur og verðmæti hvor fyrir öðrum. Nú eru slíkar gamanmyndir mjög eftirsóttar af krökkum og þykir mörgum fullorðnum það undarleg ráðstöfun, að böm skuli ekki fá að sjá þær, en vera aftur á móti leyfður aðgangur að nær öllum kúrekamyndum, þar sem þó fara fram mannvíg. En sann- leikurinn er sá, að það snertir börnin ótrúlega lítið, þótt kúrek- inn, hetjan þeirra í myndinni, skjóti af byssu á óvini sína og þeir sjáist falla óvígir af baki. Böm taka æfintýrið sem ævintýri og spenningur og hraði atburð- anna er þeim fyrir öllu. Þeim kemur ekki til hugar að fara að skjóta neinn þótt þau sjái slíkt á bíó. Návígis-myndir er mér verr við. En drengir, sem horfa myndu á hina ágætu brezku mynd af Oliver Twist, gætu lært sitt af hverju í vasaþjófnaðarskólanum, sem þar er rekinn, og ekkert væri líklegra en einhverjir þeirra fyllt- ust ævintýralöngun og spenningi við að spreyta sig í alvöru á hnuppli og vasaþjófnaði. Oldum saman hefur uppáhalds- lestrarefni ísl. alþýðu verið ridd- arasagnir og mannvígasögur og hafa menn þó ekki orðið hér her- skáari en annarsstaðar. Kúreka- myndir koma nú í stað hinna fornu bókmennta. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd og það er ekki hægt að meina strákum að sjá slíkar myndir. Líklega er þetta tölu- vert ríkt í eðli hraustra drengja að vilja sjá „hazardmyndir,“ því jafnvel fullorðnir menn, meira að segja æruverðugir öldungar og þjóðkunnir menntafrömuðir hafa sagt mér, að þeim þyki það ein- hver bezta skemmtun sem þeir eigi völ á að fara í bíó og sjá kúrekamynd. I ævintýrum og barnabókum, sem hver kynslóð gefur þeirri næstu, þykir ekki tiltökumál þótt söguhetjur séu ráðnar af dögum og margt kemur þar ófagurt fram í dagsljósið. Sama máli gegnir í Indíánasögum og Tarzanbókun- um, sem allir strákar eru vitlaus- ir í. Á svo að banna börnum og unglingum að sjá uppáhaldsbæk- urnar sínar, þegar þær koma í kvikmynd, enda þótt í þeim sé ýmislegt misjafnt? Jafnvel í hinni frægu Mjallhvít Disneys 10 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.