Stjörnur - 10.01.1950, Qupperneq 14

Stjörnur - 10.01.1950, Qupperneq 14
j5lllf0Íð í SÍItlA. Smásaga eftir Karen Brasen. í SKRIFSTOFUNA kl. 9 á hverjum morgni og heim úr skrif- stofunni kl. 5 á hverjum virkum degi, heim til að borða nokkrar smurðar brauðsneiðar, steikt egg eða tómata, súrmjólk eða graut. Sitja heima, stoppa í sokka, lesa Hjartaás, Stjörnur eða Heimilis- ritið, allaf sama sagan, og klukk- an hringir á morgnana kl. 8. Tvö kvöld í viku fór hún að heiman, leikfimiæfing hjá Iþróttafélagi kvenna, enskutími hjá gömlum kennara við Ránargötu. — Þetta er ekkert líf, sögðu stallsystur hennar. Þú lokar þig alltof mikið inni. Þú verður að ná þér í einhvern strák, sem get- ur stytt þér stundir. Ná sér í strák! Nei, Lísa var ekki ein af þeim konum, sem ganga um eins og lifandi gifting- arauglýsingar. Hún þekkti fáa hér í borginni. Hún bjó ein í íbúð frænku sinnar, sem var erlendis sér til heilsubótar. Hún fékk ó- keypis húsnæði fyrir að annast íbúðina, vökva blómin, svara í síman og segja að frúin væri er- lendis. Það var stoppunarkvöldið í kvöld. Hún hafði þvegið alla sokka vikunnar í gærkvöldi og nú lágu þeir hér í hrúgu. Lísa hafði hreiðrað um sig í einu sófa- horninu. Þá hringir síminn. — Halló, sagði hún. Hún heyrði aðeins karlmanns- rödd, sem söng lag er hún hafði aldrei fyrr heyrt, það var undur- fagurt danslag. Hún hlýddi á sem í leiðslu. Hver gat þetta verið? Var það hugsanlegt að einhver .... Nei, hún þekkti engan sem hafði svo fagra rödd .... Var hana að dreyma . ... ? Nú hætti maðurinn að syngja og spurði með sömu blæfögru röddinni: — Jæja, hvernig finnst yður? Ekki svo galið .... eða hvað? — Nei, .... nei, hvíslaði Lísa ósjálfrátt og utan við sig. Og maðurinn hélt áfram: — Má ég koma og leika lagið fyrir yður. Ég er viss um að þér 14 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.