Stjörnur - 10.01.1950, Síða 18

Stjörnur - 10.01.1950, Síða 18
Lísa horfði á hana full hrifning- ar og þakklætis: — Eg veit náttúr- lega ekkert um það hvort höfund- urinn þarfnast minnar aðstoðar, sagði hún feimnislega. En mér fannst lagið svo hrífandi, að ég mátti til að benda yður á það. — Þakka yður kærlega fyrir hugulsemina, fröken, sagði Vivi- anna. Það var fallega gert af yð- ur að koma til mín með lagið. Hvað heitið þér aftur, með leyfi að spyrja? — Eg heiti Lísa Anderson, og vinn skrifstofustörf hjá Hermann & Hermann. — Eg vann líka í skrifstofu hér í bænum áður en ég gerðist söng- kona, sagði Vivianna og brosti við. Eg vann fyrir mér og lærði í einkatímum. En mig langaði allt- af til þess að verða söngkona. Hefur yður aldrei langað til þess .... ? — Mig? Nei, svaraði Lísa. Mig hefur aldrei dreymt um neitt slíkt. Ég hef enga listræna hæfi- leika. Ég er bara venjuleg stúlka, sem læt mig kannski dreyma um það að giftast einhverntíma og eignast góð börn. Lísa var sjálf undrandi yfir þessu áræði sínu. Nú sagði hún meira en hún hafði nokkurntíma orðað við nokkra aðra manneskju um óskir sínar og drauma, jafnvel meir en hún játaði fyrir sjálfri sér. — Jæja, góða mín, sagði Vivi- anna með móðurlegri hlýju í röddinni. Viljið þér ekki fara úr kápunni og drekka með mér kvöldsopann? En nú var Lísa loks að losna úr álögunum. Hún fór öll hjá sér og óskaði sér sem lengst í burtu. Hún heyrði varla boð söngkonunnar. Hún var staðin upp, greip þeygj- andi hönd hennar og var svo horfin. DAGINN eftir var Lísa í skrif- stofunni sem endurfædd mann- eskja. Endurfædd eða búin að missa vitið, búin að missa vitið eða ástfangin. Hún, sem gengið hafði um salarkynnin hljóðlaust var nú sísönglandi óþekkt dans- lag. Stallsystur hennar stungu saman nefjum, en hún veitti því ekki athygli. Hún var jafnvel svo utan við sig, að hún hélt áfram að söngla ástaljóðið þegar sjálfur forstjórinn stóð í skrifstofudyrun- um. Slíkt og þvílíkt hafði aldrci komið fyrir. — Hvaða söngl er þetta, rumdi í honum. Verið viðbúin að skrifa áríðandi bréf. Forstjórinn var í vondu skapi. Vörur fyrir miljónir króna lágu á hafnarbakkanum og fengust ekki útleystar vegna gjaldeyris- skorts. Um þetta fjallaði bréfið, sem var stílað til aðalbankastjóra þjóðbankans. Lísa vélritaði og af- henti forstjóranum, sem las yfir áður en hann undirritaði. En al't 18 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.