Stjörnur - 10.01.1950, Side 19

Stjörnur - 10.01.1950, Side 19
Tim Holt heitir þessi ungi maður, hann er sonur hins góðkunna leikara Jack Holt og liefur nú aflað sér vinscclda i kvikmyndum eins og faðir hans. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ í einu varð hann sótrauður í and - liti og barði hnefanum í borðið: — Eruð þér orðin bandsjóðandi vitlaus, öskraði hann og kastaði bréfinu í Lísu. Meðal þess eru vörur margra miljóna króna virði, sagði ég, en þér eruð að þvæla eitthvað um „meðal margra milj- óna kvenna“, eruð þér full eða hvað? Ritið þetta að nýju. Og komi slíkt sem þetta fyrir oftar, getið þér leitað yður að vinnu annarsstaðar. Lísa skalf og titraði, svo reiðan hafði hún aldrei séð forstjórann. Enn liðu nokkrjr dagar, en hún losnaði ekki við lagið úr huga sér og hún mátti sannarlega gæta sín að orð kvæðisins og tónar lagsins brytust ekki fram af vör- um hennar. Og einn daginn vildi henni sú óheppni til, að hún var að raula lagið er hún svaraði í síma og skrifstofustjórinn heyrði til hennar. Um kvöldið tók hann Lísu á tal og tilkynnti henni að forstjórinn hefði sagt sér að hann væri allt annað en ánægður með störf hennar síðustu dagana og myndi henni því ráðlegast að segja sjálf upp starfi sínu áður en henni yrði sagt upp. Aumingja Lísa varð alveg ör- vingluð. Morguninn eftir hringdi hún til skrifstofunnar og bað skrifstofustjórann að tilkynna, að hún kæmi ekki þangað framar. Nú var hún orðin atvinnulaus. Næstu daga las hún auglýsingar dagblaðanna gaumgæfilega og sendi nafn sitt í þá fáu staði, sem til greina gátu komið. En það bar engan árangur. Hún fór að verða áhyggjufull. Eignir átti hún eng- ar eða ættingja sem gætu stutt hana, vinnustúlka á heimili efna- fólks vildi hún ekki verða, ef annars væri kostur. STJÖRNUR 19

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.