Stjörnur - 10.01.1950, Side 27
Óskar Gislason Ijósmyndari
hefur kvikmyndað.
því að lítil stúlka biður ömmu
sína að segja sér sögu. Ömmuna
leikur Nína Sveinsdóttir og telp-
una Sigríður Oskarsdóttir Gísla-
sonar. Aðalhlutverkin leika tvö
börn, Friðrika Geirsdóttir, bónda
í Eskihlíð og' Valur, sonur Gústafs
Kristjánssonar kaupm. í Dríf-
anda.
Meðal kunnra leikara í mynd-
inni eru þessir: Þóra Borg Einars-
son, amma, Jón Aðils, tröll sem
breytir sér í mennskan mann og
gerist vinnumaður á bænum,
Valdimar Lárusson, ungur leikari,
sem verið hefur í leikskóla Ævars
Kvarans, hann fer með hlutverk
bónda. Erna Sigurleifsdóttir, ung
stúlka. Ennfremur leika tveir
stórvaxnir lögregluþjónar í mynd-
inni, tröll og tröllkerlingu, Guð-
björn Helgason leikur dverginn
Rindil og Klara Óskarsdóttir
Gíslasonar, álfadrottningu. Dans-
meyjar eru frá Fél. ísl. listdans-
ara.
Myndin er að öllu leyti gerð
hér heima nema hvað filmurnar
eru framkallaðar erlendis, en
hún er tekin á litfilmu.
Sýningartími er um hálfur ann-
ar tími. Myndin er auðvitað fyrst
og fremst ætluð börnum, en þó
er gert ráð fyrir, að fullorðnir
hafi engu síður yndi af að horfa
á hana.
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Myndaopnan:
Friðrika Geirsdóttir, Valur Gustafsson,
Þóra Borg Einarsson, Erna Sigurleifsdóttir,
Klara Óskarsdóttir, Guðbjörn Helgason,
— Við Álfhól (Guðjón, Klara og Valur).
Nina Sveinsdóttir og Sigriður Óskarsdótt-
ir, Taldimar Guðmundsson, Ólafur Guð-
mundsson, Jón Aðils, Vaidimar Lárusson
og tröllið.
A öftustu siðu: Þóra Borg Einarsson,
Friðrika Geirsdóttir og Valur Gústafsson.
Stúlkan segir: Þetla er svo erfitt. Eg held
eg geti aldrei lœrt að prjóna, amma mín.
AV.
Undir myndina á kápunni hafa nöfnin
ruglazt og biðjutn við lesendur og hlutað-
eigendur afsökunar á pvi.
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
STJÖRNUR 27