Stjörnur - 10.01.1950, Síða 38

Stjörnur - 10.01.1950, Síða 38
lútur því hann vissi ekkert hverju hann átti að svara. Þá tók frú Aðalheiður í taum- ana á hesti sínum, beygði sig fast að veiðimanninum og sagði í lágri röddu: „Sólgeislar hátt upp á himninum sjást, en hærra samt leitar hin dulda ást.“ Um leið og hún mælti þessi orð, vafði hún hvítu örmunum um háls sveinsins, og kyssti hann á sólbrenndann vangann. Tveir hnotbrjótar, með bláum vængjum, flugu út úr hesliviðar- runnunum, og þustu inn í skóg- inn til að segja frá því, sem þeir höfðu séð. Og morguninn eftir kvökuðu sólskríkjurnar ,sem sátu í hreiðrum sínum undir kastala- þakinu: „Tí, tí tí, hin tigna frú er ástfangin sveininum (.“ Heinz veiðimaðurinn lifði í sannleika hamingjusamar stundir. Hann lét hár sitt vaxa, unz það féll í gullnum lokkum á herðar niður. Hann bar silfurspora á fót- um og hegrafjöður í hattinum, og byggði sér loftkastala, hvern öðr- um glæsilegri. í raun og veru átti hann þó eng- an kastala, en honum var veitt á- gætt skógarhús til umráða og því fylgdi akur og engjaland. Þar bjó hann nú sem skógarvörður. Og þegar greifafrúin kom ríðandi út til hans, stóð hann í dyrunum og veifaði hattinum í kveðju skyni. Svo lyfti hann frú Aðalheiði úr söðlinum, og veitti henni, mjólk og hunang. Sumarið, haustið og helming- ur vetrarins var á burtu liðið, og föstuinngangurinn var í nánd. Það voru stöðugar heimsóknir í nágrenninu, og það var eins og 38 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.