Stjörnur - 10.01.1950, Page 45

Stjörnur - 10.01.1950, Page 45
hvað. Þú þarft ekki annað en læknisvottorð um að þú þarfnist hvíldar. — Já — ef þú kemur með, Martha, sagði hann auðmjúkur. Augna- ráð hans var sljótt af drykkju. Hún hafði talað vingjarnlega til hans í því skyni að fá hann til að fallast á uppástungu sína. Hún hafði jafnvel brosað til hans. Hann hélt að meira byggi í brosinu en raunin var, og stóð upp og gekk til hennar , faðmaði hana að sér og kyssti hana. Hann angaði af whisky, og hún hataði hann vegna linjuskapar hans og hundslegu ástar. Hún herpti saman varirnar og hnykkti til höfðinu, og augu henn- ar .... — Ég verð kyrr, sagði hún. — Þá fer ég ekki. Hann gekk í átt til dyranna, en sá sig um hönd og snerist á hæli. — Þú endurgeldur ekki ást mína. Hversvegna fer ég ekki burtu? Ég gæti snúið aftur sem ákærandi þinn — og sektarbróðir? — En það gerirðu ekki, sagði hún. Walter leit undan augnaráði hennar, og án þess að segja fleira gekk hann út úr herberginu. Já, hugsaði hún, þannig var Walter, þannig var hann og mundi verða. Sam hefði verið betri félagi. Hann var slunginn, og hann hafði bein í nefinu. Hann myndi aldrei hafa hegðað sér eins og Walter í gær. Hún stóð nú í skrifstofu manns síns og virti hann fyrir sér, og allt í einu varð henni ljóst að hún hafði aldrei gleymt Sam. Enginn karlmaður, sem hún hafði síðar kynnst, hafði máð út mynd hans úr huga hennar. — Já, Sam er slunginn, sagði Walter. — Hann kom hingað í þeim einum tilgangi að biðja mig um aðstoð við að leysa vinkonu hans úr svartholinu. Það sagði hann að minnsta kosti. — Og hver heldurðu að ástæðan hafi verið fyrir heimsókn hans? spurði hún kuldalega. Hann yppti öxlum. — Hann kom til að klófesta það sem klófest verður. Ég þekki slíka kumpána. Þú ætlar þó ekki að halda því fram að þú hafir ekki séð það á honum að hann er fjárkúgari? — Ég hef því miður ekki þína reynslu í glæpamálum, sagði hún snúðugt. — Þá öðlastu hana þegar Sam tekur til óspilltra málanna, sagði hann. — Hvað sem um það er, þá- áttu ekki nema einn kost, sagði hún STJÖRNUR 45

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.