Stjörnur - 10.01.1950, Page 49
honum, að tilfinningar hennar væru óbreyttar, og hún hefði ekki
gleymt honum.
— Já, ég man það vel, sagði hann. Við vorum mikil börn í þá daga.
— En það erum við ekki lengur, sagði hún til að þreyfa fyrir sér.
— Nei, við erum ekki lengur börn, Martha, sagði hann.
— Ekkert af því, sem við létum okkur dreyma um rættist —
nema eitt, sagði hún. Þú ert kominn aftur. Sá draumur fékk þó að
rætast.
— Walter er hér líka, sagði hann kuldalega.
— Milli okkar Walters er .... byrjaði hún, en hann greip fram í
fyrir henni.
— Eg skildi það þegar ég sá ykkur saman í skrifstofunni hans í
dag, sagði hann þyrkningslega. — Ég sá hvernig þú leist til hans,
heyrði hvernig þið yrtuð hvort á annað ....
— Sam, greip hún fram í, ef þú verður hér í Iverstown ....
— Já, en ég verð hér ekki.
Þau þögðu bæði. Hún færði sig fjær honum, og þegar hún hóf
aftur máls var rödd hennar breytt. — Allt í lagi, Sam. Hvert var
erindi þitt hingað? Hversvegna komstu?
Hann yppti öxlum.
— Vegurinn tók á sig hlykk og ég gleymdi að fylgja honum.
— Svaraðu! allt að því hrópaði hún.
Hann leit í augu henni.
— Það er eins og þú sért að skipa mér. Mér fannst í svip þú líkj-
ast fóstru þinni.
— Ég frábið mig svona tal — ég vil ekki heyra slíkt, sagði hún
með sömu háværu röddinni.
— Ég verð ekki það lengi hér í borginni að ég fái tækifæri til að
endurtaka það, sagði hann kuldalega. Strax og vinkonu minni verður
sleppt úr fangelsi mannsins þíns og bílaverkstæði Dempseys hefur
lokið viðgerðinni á bílnum mínum held ég ferðinni áfram.
Hún leit í augu hans. Það var þá allt og sumt, hugsaði hún. Hann
hafði þá ekki annað í hyggju. Það bjó ekkert sérstakt undir heimsókn
hans. Walter hafði rangt fyrir sér. Hann var enginn fjárkúgari.
— Þú hefur ekki breytzt mikið, sagði hún. Þú lætur ekki skipa
þér. Æ, Sam, hvað það var leiðinlegt að þú skyldir strjúka með
þessum trúðum ....
Hún færði sig nær honum. Hún var auðmjúk og blíð og varir
itJÖRXLR 49