Stjörnur - 10.01.1950, Qupperneq 51
til þess að annað spor sé stigið. gifting,
sem leiði til hamingjulítils hjónabands.
Að lokum viljum við segja þetta: Hinir
ástföngnu unglingar eiga sæluríkustu ár
sín framundan, þau þiggja hamingjugjafir
hvors annars í ást og trúnaði, ekki veittar
af skvldu, lieldur þörf. Svo getur og verið
í ævilöngu hjónabandi, en því miður er
það ekki alltaf. Vonandi geta þessi bráð-
látu hjónaleysi haldið hátíðlegt silfur-
bríiðkaup sitt eftir 29 ár — nógur er
tíminn.
Heð beztu óskum,
Áróra og Stirnir.
N
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Okkar á milli.
Framh. af síðu 4.
eru að fást við það, nenta áskr. komi
sjálfir rneð greiðslu í afgreiðslu blaðsins
við upphaf hvers árgangs. Áskrifendum
úti á landi verður sent blaðið eins og
áður gegn póstkröfu eða fyrirfram-
greiðslu, sem kemur sér auðvitað betur
fyrir okkur og verður kostnaðarminnst
fyrir kaupendur.
Árgangurinn 1950 — 12 hefti — kostar
50.00 krónur fyrir fasta áskrifendur og
á að greiðast fyrirfram.
í næsta hefti hefst nýr greinarflokkur
sem verða mun mjög vinsæll og fleira nýtt
höfum við á prjónunum.
Útgefendur.
Mickey Rooney er 160 cm á hæð.
Báðar fyrri konurnar hans munu hafa
verið örlitið hærri. Um þá núverandi
vitum við ekki.
Hin nýfráskilda kona Mickey Rooneys
var ensk fegurðardrottning frá 1944. Hún
hlaut 600.000 kr. úr búi þeirra hjóna og
fullan rétt vfir tveim ungum sonum
Jean Gabin er nýgiftur franskri leikkonu.
þeirra. Hún segir: „Að vera gift Mickey
Rooney var sem að búa í gullfiskakeri."
•fc Errol Flynn og kona hans eru skilin
að borði og sæng. Hann er í engu kvenna-
bindindi nú um stundir, en hvort hann
giftir sig og hverri, þegar hjúskap hans
er formlega slitið að þessu sinni, er ekki
gott að vita. í sumar var Errol mjög á
faraldsfæti í Evrópu og var þá í fylgd
hans ung leikkona frá Hollywood —
Þau sögðu samt að það væri bara til-
viljun hve leiðir þeirra lágu oft saman.
June Allyson er ekki há í loftinu, 155
cm og nær því ekki að vera 100 pund
að þyngd — aðeins 45 kg. Hárið er ljóst
og augun blá. Hún er gift kvikmynda-
leikaranum Dick Powell, mynd af þeim
sarnan var í síðasta árg. Þau eiga ekki
saman börn. June hefur ekki verið gift
áður. Flún er fædd í New York 7. okt.
1923 og heitir réttu nafni Elenor Peters.
Bestu nýárskveðjur
Stirnir.
STJÖRNUR 51