Stjörnur - 10.01.1950, Page 53
Stjörnu sögur
Gömul Chaplinsaga.
HÉR ER sagan um það þegar
Charlies Chaplin var húsviltur:
I New York er hótel eitt, sem
Charlies geSjaðist bezt að, en í
þetta sinn var það fullskipað,
þegar Charlies kom þangað fyrir-
varalaust. Og hótelstjórinn sagði:
— Eftir klukkan sex í fyrra-
málið hef ég tómt herbergi. Viljið
þér bíða þangað til hér í skrif-
stofu minni, það getur farið þar
vel um yður?
— Þakka yður fyrir, svaraði
Charlies. Ég ætla þá að leigja bif-
reið og sjá mig um í borginni.
Þetta gerði hann. En klukkan
tvö um nóttina fór ökumaðurinn
að þreytast.
— Heyrið mig, herra, sagði
hann — hann hafði ekki kannast
við Charlies, sem nú hafði ekkert
yfirvaraskegg, eða Derby-hatt, né
flakkaraskó — hví látið þér mig
ekki aka heim til yðar?
— Ég er heimilislaus, svaraði
Charlies.
— Nú, svo! Það er hart! sagði
ökumaðurinn. En heyrið mig, ég
gæti kannski hýst yður nætur-
langt.
— Agætt, sagði Charlies.
Svo keyrði ökumaðurinn með
hann að bifreiðaskýli út í Bronx
og Charlies fylgdist með honum
upp fimm stig'ahæðir að dyrunum
á súðaríbúð.
Þá hvíslaði ökumaður að hon-
um:
— Þér verðið að sofa hjá
stráknum mínum.
— Agætt, svaraði Charlies.
Förum inn.
Þannig skeði það, að Charlies
Chaplin hjúfiaði sig niður í sæng
hjá átta ái'a gömlum dreng þarna
undir þaki í Brox, og sofnaði
þegar.
Um morguninn vaknaði hann
við einkennilega hávært hróp
drengsins, er nú glápti á hann
gegnum gljáandi rúmgaflsriml-
ana, með töfrandi augnaráði úr
freknóttu andliti.
— Sjáðu, mamma, hrópaði
hann. Chaplin er í rúminu mínu.
Hann hefði ekki orðið meira
undrandi, þótt það hefði verið
sjálfur jólasveinninn.
STJÖRNUR 53