Víðförli - 01.09.1947, Síða 41

Víðförli - 01.09.1947, Síða 41
ORÐ ERIJ DÝR 167 þetta efni. Annað er prédikun eftir Martin Niemöller (í bókinni „Tysldands Skyld, Tysklands Nöd og Tysklands Haab, De Unges Forlag, Köbenhavn, 1946). Eins og vænta rná, lætur Niemöller í ljós gleði sína yfir því að mega aftur tala eins og frjáls maður eftir átta ára fangabúðavist og þar á undan fjögurra ára starf með þeim hætti, að hann var höfuðsetinn hverja stund, vakað yfir hverju orði, sem hann flutti, og nálega hver ræða eða erindi gat kostað hann frelsið eða lífið. En það er einn skuggi á gleði hans. Hann segir: „A þeirri stundu, þegar vér gátum aftur talað eins og frjálsir menn, rákumst vér á annan vanda: Hið rnann- lega orð hefur glatað krafti sínum. Hvar er sá í dag, sem vill enn heyra orðið? I rauninni höfum vér vanizt á, að hvert orð sé lygi. Vér erum ofmettir af orðum. Vér teljum þau ekki hafa neitt gildi lengur . . .“ Það, sem Niemöller og aðrir þeir, sem eiga að fara að reisa úr rústum nú, reka sig á, er þetta, að málið er orðið marklaust. Málinu hefur verið misþyrmt svo, að það er fallið. Svo hefur taumlaus áróður og óhlutvendni leikið það. Er þetta sök nazistanna einna? Mundi þetta ekki hafa verið undirbúið í Þýzkalandi lýðræðisins? Og mundi ekki hægt að benda á svipaða þróun annars staðar? I júní- hefti norska tímaritsins „Kirke og Kultur“ er grein eftir St. Tschudi, sem heitir „Kompromiterte idealer“. Þar segir m. a.: „Á stríðsárunum notuðum vér orð, sem heitir nazismi. Vér höfðum nokkurn veginn skýra hugmynd um, hvað það þýddi. Og vér gátum ákveðið sagt um mann, að hann væri nazisti, og um annan, að hann væri það ekki. Mörkin voru glögg. — I dag er ekki eins hægt um vik. Orð- ið nazismi er notað í allvíðtækri merkingu. Stutt og alþýð- lega orðað þýðir það: Allt, sem mér er um geð. Hvenær, sem mönnum hitnar í hamsi í umræðum, kveður fljótlega við: Þetta er nazismi, sagði ekki Hitler og hans fylgifisk- ar hið sama“. Enginn vill vera nazisti, segir höf. ennfremur.

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.