Víðförli - 01.09.1947, Síða 34
160
VÍÐFÖRLI
er svo að orði komizt, að aftur skuli áherzla á þetta lögð.
Eg kemst ekki hjá að nefna nazismann og fara um hann
fáeinum orðum, þótt ég sé löngu búinn að fá velgju af ö!l-
um þessum holgóma hrópum um nazismann. Nú vilja allir
bíta, þegar ljónið liggur dautt og flegið. Og það er svo gott
að vita, að nazisminn var ekki dularfullt fyrirbæri, sem
allt í einu skaut upp á yfirborð jarðar úr undirdjúpunum
og dundi yfir saklaust mannkyn eins og aðsteðjandi hremm-
ing. Hann spratt upp í hjarta álfunnar, með þjóð, sem er
öndvegisþjóð um marga hluti, óx úr jarðvegi, sem álfan
öll hafði undirbúið og lengi ræktað og sáð til þessarar upp-
skeru. Og sá jarðvegur er ekki úr sögunni, þótt nazisminn
hafi orðið undir í vopnaviðskiptum. Nazisminn var sjúk-
dómseinkenni, ekki sjúkdómurinn sjálfur. Mein, sem álfan
og vestræn menning líður af, brauzt út í Þýzkalandi og
varð að drepi. Það var skorið á lcýlið og lit vall sá ó-
fögnuður, sem allir lceppast um að fordæma nú. En það
má lukkan vita, hvort vér erum svo bólusettir fyrir þessari
smittun sem vér höldum og æskilegt væri. Sjúkdómur lækn-
ast ekki, þótt illkynjað einkenni hans sé afmáð.
Hafið þér heyrt það, að Hitler er ekki dauður? Og hafið
þér heyrt, hvar hann leynist? Hann er ekki á Spáni eða S.-
Ameríku, eins og fréttamenn hafa stundum getið til. Hvar
þá? Það er nýlega komin út bók í einu nágrannalandi voru,
sem upplýsir hvar hann er niður kominn og rökstyður
þær upplýsingar þannig, að það er ekki auðgert að hnekkja
þeim. Og nú bið ég menn að taka á stillingunni, því að
hugsazt getur, að sá góði herra sé ekki langt undan. Nafn
bókarinnar gefur til kynna, hvar hann er. Hún heitir: „Hitler
í okkur sjálfum“. Persónan alræmda, Adolf Hitler, er dauð,
en þær hvatir og sá hugsunarháttur, sem gerðu honum
mögulegt að verða það, sem hann varð, þetta lifir, lifir að
einhverju leyti í oklcur öllum, dafnar enn á ýmsum sviðum
í lífsskoðun og lífsafstöðu samtíðarinnar.
Manndýrkun var annað einkenni nazismans, mannfyrir-