Víðförli - 01.09.1947, Side 63
VIÐ MÁLELDA
189
1‘ess skal loks getið, að gestirnir frá
Noregi munu aldrei hafa komið í Skél-
holt. Líklega hefur þjóðhollum mönn-
um þótt yissara að afstýra því, — að
fela skömmina.
eining kirkjunnar
Um einingu kirkjunnar var nokkuð
■'ætt í þessum þáttum í fyrsta hefti.
Þetta ínikla mál var á dagskrá. synorí-
unnar í vor. Urðu af því tilefni talsverð-
ar umræður um guðfræði og var það
Vel í sjálfu sér. Blær þeirra var yfirleitt
uiálefninu samboðinn, þótt ekki væri
það undantekningarlaust. En sú varð
raun á, að þær snerust einkum um ó-
emingu en ekki einingu. Tilgangur
uiskups með að taka þetta mál á ríag-
skrá synódunnar hlvtur að hafa verið
sa, að menn ræddust við um ciningu
1 starfi, enda bar bæði framsöguerindi
haus og ályktun sú, er hann lagði
iram síðar, það með sér. En þegar á
fyrsta stigi umræðnanna, — með fyrstu
væðunni á eftir málshefjanda — var
þeim beint að kenningarlegum ágrein-
Jngsatriðum og snerust um ]>au síð-
an að mestu leyti. Vera má að þær um-
ræður hafi orðið að einhverju gagni,
611 líklega hafa þær lýst því, að vér
erum ekki langt komnir, íslenzkir guð-
fræðingar, í listinni að ræðast við um
guðfræðileg málefni þannig, að til
gagnsmuna horfi, enda varla við öðru
að búast, svo fátæklegar og neikvæð-
ar sem guðfræðilegar umræður hafa
verið hér um langt skeið. Auk þess er
sumra manna málflutningur slíkur, að
vart verður hjá því komist að efast
uni heilindi þeirra gagnvart þeirri
sjálfsögðu skyldu að reifa mál sjálfam
sér og öðrum til skilningsauka.
Allir, sem kirkjunni unna í raun og
veru, hljóta að vera á einu máli um
nauðsyn þess, að meiri eining skapist
um grundvallaratriðin í kenningu kirkj-
unnar. Til þess er vitanlega fyrst og
fremst nauðsynlegt, að menn ræðist
við hispurslaust. Jafnframt þarf að
gera sér grein fyrir orsökum sundrung-
arinnar. Að því var lítið vikið á presta-
stefnunni, en þeir, sem vilja vinna að
aukinni, kenningarlegri einingu, þurfa
að rannsaka það mál fordómalaust.
TJm margra ára skeið hefur guðfræði
íslenzku kirkjunnar verið meira og
minna neikvæð, véfenging og niðurrif
guðfræðilegra meginatriða. Þegar þar
við bætist — stundum nokkuð yfirlæt-
isfullur — flutningur rnargs konar ný-
lundu, sem ekki hefur nokkurn söguleg-
an heimilisrétt í boðskap kristinnar
kirkju og ekki verður með nokkurri
sanngirni krafizt, að menn taki umtölu-
laust við sem kristinni kenningu, þó
aldrei nema einbætti kirkjunnar séu
notuð til áróðurs fyrir þeim, þá þarf
engan að undra, þótt einingin í kenn-
ingunni fari út um þúfur og við borð
liggi, að kirkjan klof'ni. Hins vegar er
])að skylda allra ábyrgra manna, sem
ekki er sama um kirkjuna og afdrif
kristindómsins í þessu landi, að forða
því í lengstu lög, að kirkjustofnunin
sundrist og beita sér fyrir einingu í
starfi að þeim málefnum, sem sameig-
inleg eru, eftir því sem við verður kom-
ið. Þetta ætla ég, að þeim, sem er ]>að
heilagt alvörumál, að þjóðkirkja Is-
Jands nái meiri festu á grundvelli
poslullegrar og evangelískrar kenning-
ar, sé ekki síður ljóst en öðrum, og svo
munu þeir hafa viljað koma fram á
synódunni, að þessi málstaður styrktist