Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 36
urinn er verkfær. Frá útkomunni dregur höf. áætlaðan með-
al kostnað við uppeldi og undirbúning undir ævistarfið. Nið-
urstaðan verður, að verðmæti þýzlcs manns sé að meðal
tali 24.4.OO ríkismörk. Með hliðstæðum útreikningi kemst
hann að þeirri niðurstöðu, að meðal verðmæti konunnar sé
11,000 ríkismörk. 011 þýzka þjóðin leggur sig á þennan hátt
á 1625 miljarða marka. En með þessu er ekki allt sagt um
verðmæti mannsins, auk þessa verðmætis, sem byggist á af-
köstum, hefur maðurinn líka það, sem höf. kallar frjósemis-
verðmæti eða getnaðarverðmæti, hæfileikann til þess að
að geta afkvæmi. Og loks minnist svo höf. í niðurlagi grein-
arinnar á menningarverðmæti mannsins og um það fer
hann ekki mörgum orðum, og gerist nokkuð torskilinn, en
virðist skýra það svo, að það sé fólgið í samanlögðu af-
kastaverðmæti og getnaðarverðmæti einstaklingsins.
Ég efa ekki, að flestum yðar þyki firn mikil að lieyra
þetta og tæplega trúlegt. En satt er það. Og ég vil spyrja:
Af hverju er þetta fjarstæða? Er þessi útreikningur ekki
rökrétt útfærsla ákveðins grundvallarskilnings á því, hvað
maðurinn sé? Þetta er efnishyggja, rökrétt og sjálfri sér
samkvæm efnishyggja, aðeins sett fram á ldúrari og hisp-
urlausari hátt en almennt gerist. Var sök nazistanna yfir-
leitt nokkur önnur en sú, að þeir drógu rökréttar ályktanir
af forsendum lífsskoðunar, sem Vesturlönd hafa hægt og
hægt verið að tileinka sér um fáeinar aldir og hröðum
fetum í fáeina áratugi, í meir eða minna vitandi andstöðu
við forna arfleifð, sem til vor er komin austan úr Asíu og
með stuðningi margra, sem voru manna ólíklegastir að eðl-
isfari og innræti til þess að stofna til hermdarverka gegn
mannkyninu, en sáu af einhverjum ástæðum ekki betur,
en að „Kristur hinn austræni“ hefði ófyrirsynju og illu
heilli komið með sinn blóðuga kross vestur hingað og allt,
sem honum fylgdi, hefði varpað ferlegu skýi yfir heiða
tinda Pindoss og Parnassoss og áshelgan ljóma Tslands?
Hvað er maðurinn? Hefur þú hugsað út í, hverju þú mundir