Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 45

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 45
0R« ERU DÝR 171 Slíkt málfar lýsir jafn mikilli órækt og virðingarleysi gagnvart sjálfum sér, tungunni og öllu, sem heilagt er. Og hvað er þá eftir, ef allt þetta er komið ofan í sama svað og skít? I þessu sambandi dettur mér í hug hvumleið dönsku- sletta, sem mikið ber á, einkum meðal kvenna. Það er hugs- unarlaus ofnotkun orðsins „synd“, í öllum hugsanlegum samböndum (nema auðvitað þar sem það á við). Það er „synd“ að skórnir skyldu klikkast. „Synd“ að sokkarnir skyldu bila. „Synd“, að búturinn skykli verða of lítill. „Synd“, að rjóminn skyldi ekki þeytast,. — Þetta er mál- brjál, fölsun hugtaka, og það sem verra er, það er að gera alvöru að hégóma. Hu gsunarlaust gáleysi í meðferð slíkra orða, stafar af og veldur andlegri áttavillu, miðar að upplausn og vanhelgun, stuðlar að þeirri illu þróun, að svart verði hvítt og hvítt svart, að myrkur og ljós renni út í einn veglausan gráma og gjörningaþoku. Rétturinn er settur. Málið er tekið fyrir. Það er út af kröfu um barnsmeðlag. Sækjandi málsins er fátæk kotungs- dóttir, verjandinn efnaður bóndi, kvæntur. I þingbókinni stendur, að verjandinn haldi því fram, að stúlkan kenni honum barnið, af því hún búizt við að geta haft út úr hon- um fé. Hann játar, að hún hafi um skeið verið vinnukona á bæ hans, en það hafi ekkert verið á milli þeirra og hún eigi engar kröfur á hendur honum. En hún hefur haldið fast við framburð sinn og loks hefur dómarinn úrskurðað, að verjandinn skuli vinna varnareið. Báðir aðilar eru mættir. Stúlkán er feimin og uppburð- arlaus, þurrkar sér sífellt um augun með samankuðluðum klút. Fötin eru nýleg, dökk og ekki ósnotur, en fara illa, bera það með sér, að þau muni fengin að láni. Dómarinn spyr, hvort verjandi sé reiðubúinn að vinna eiðmn. Hann svarar já, hátt og skýrt. Þá hreklcur stúlkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.