Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 18

Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 18
144 VÍÐFÖRLI kirkjudeild greini ekki á um guðfræði hennar. Tilgangur henn- ar hefur verið sá að bregða skildi fyrir dýrmæt sannindi eða forða örlagaríkum misskilningi. Og enn er kjarni þeirrar við- leitni í fullu gildi, hvað sem líður umbúðum og orðalagi. Hin eiginlega trúarjátning íslenzkrar kirkju er þetta forna,. markvissa, kjarnyrta einingartákn allra kristinna manna, post- ullega trúarjátningin, skírnarjátning safnaðarins í Rómaborg svo lengi sem rakið verður aftur. Þar höfum vér fyliingu hins postul- lega boðskapar svo sem verða má í jafn fáum orðum. Vera má, að vér myndum orða eitthvað öðru vísi en þar er gert, — þar með er ekki sagt, að vér myndum gera það betur. En orðalagið er nú einu sinni sprottið af þörf líðandi stundar, á bak við það er barátta hinnar ungu kirkju fyrir lífi sínu, fyrir sannleika gleðiboðskaparins, þeim sama og postular Drottins lifðu og dóu fyrir, þeim sama og kirkjan á að varðveita og ávaxta, rækja og hylla, meðan veröld stendur. Einhver hefur réttilega sagt, að sérhver grein þessarar játningar hafi verið vígð blóði píslarvotta. Ekkert orð hennar er úrelt og engu ofaukið. III. Trúarjátning, — hvað er það? Einmitt það, sem í orðinu felst: Játning trúar, trúar á Guð, ekki greinargerð skoðana um hann. Vér játum í postullegu trú- arjátningunni trú á Föðurinn, Skaparann almáttuga, á Soninn, Jesúm Iírist, sem hefur „sýnt oss Föðurinn“ og unnið hans hjálpræðisverk á tiltekinni stundu í sögu mannanna („sub Pon- tio Pilato“), og á Andann, lifandi, ævarandi starfsemi hins eilífa í kirkju Krists, mönnunum til lífgjafar fyrir fyrirgefningu synd- anna, holdi þeirra, — þ. e. hinu líkamlega, jarðneska lífi, — til helgunar og þeim til endanlegs, eilífs sigurs fyrir nýsköpun upp- risunnar. I játningu þessarar trúar er ekki fjötur lagður á vitsmuni mannsins eða þekkingu. Hann beygir kné fyrir Guði, játast Guði og vegsamar þau verk, sem hann hefur framkvæmt og fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.