Víðförli - 01.09.1947, Side 48

Víðförli - 01.09.1947, Side 48
] 74 VÍöFÖRLl að jafnaði meira að sækja í Nýja en Gamla testamentið, meira í Sálmana og Jesaja en Kroníkubækurnar. Það er góð og gömul regia, að sá, sem ekki er han'dgenginn Biblí- unni, skuli ekki byrja lestur sinn á 1. Mósebók, því að þá kemst hann að líkindum aldrei lengra en út í þá 3., heldur á einhverju guðspjallanna. Og þetta er ekkert undarlegt, ef athugað er, hvað Biblían vill vera. Biblían er vitnisburður um Krist. Það má líkja henni við stórt málverlc, sem dregur upp mynd Frelsarans. Þegar menn horfa á málverk af manni, beinist athyglin fyrst að andlitinu, því að andlitssvipurinn birtir öðru framar huga og skaphöfn mannsins. En líkamsbyggingin hefur líka sitt til málanna að leggja, tilburðir, klæðaburður. Og loks ber að gefa gaum að bakgrunninum. Málarinn vill túlka eitt- hvað með umhverfinu, lýsingu og skyggingu og allri bygg- ingu og samsetningi myndarinnar. Allt hjálpar á sinn hátt til þess að gæða myndina lífi. Eins er sú Krists-mynd, sem Guð hefur gefið oss í Biblí- unni. Sú mynd hefur sitt andlit, þangað verður oss oftast horft. Andlitið er dregið upp í guðspjöllunum. En myndin er í fullri stærð. Hún verður hvorki fullkomin né sönn, ef þess er ekki gætt. Vér fáum bygginguna alla í bréfunúm og öðrum ritum N. t. Og loks hefur Krists-mynd Biblíunn- ar sinn bakgrunn og umhverfi og nýtur sín ekki án þess. Þetta umhverfi felur í sér sæg atburða og persóna. Má vera, að margbreytnin virðist fyrst í stað til truflunar. En þegar maður hefur komið auga á, hvernig þessu öllu er skipað um meginmyndina, þá fæst yfirsýn yfir það og merking í það. Á framsviðinu er Pétur, Páll, Jakob og Jóhannes og öll frumkirkjan. Fjarst í baksýn gægist fram tórnið mikla og myrka og yfir því máttarorð Guðs: Verði! Síðan korna þeir hver á fætur öðrum: Abraham á leið til hins fyrir- heitna lands, Jakob, horíandi á himnastigann í Betel, Jósef, seídur mansali til Egiptalands. Þar sést eldstólpinn og skýið, fyrirmyndan Krists og leiðsagnar hans út úr þræl-

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.