Víðförli - 01.09.1947, Síða 20

Víðförli - 01.09.1947, Síða 20
146 VIÐFORLI Maðurinn er aldrei húsbóndi yfir sjálfuni sér. Oftast er hann þræll hvata sinna og hugsmíða, fordóma, dulda og drauma, klíkuskoðana, aldaranda og tíðarsmekks. Enginn er þvílíkur þræll sem sá, er heldur sig geta gert, hvað sem er, og hugsað, hvað sem er, um hvað, sem vera skal. Og enginn er svo frjáls sem sá, er Guði er skuldbundinn í hollustu og lotningu heilagr- ar trúar. Þetta gildir um alla. Ekki síður um presta en aðra. IV. Prestur, sem ekki væri „bundinn af játningum", væri ekki öfundsverður. Auðvitað felst „binding“ í því, að kirkjan hefur grundvöll og markmið, er eitthvað, vill eitthvað. Það leggur óhjákvæmilega hömlur á þá, sem starfa í hennar nafni, eiga að flytja orð hennar og ekki eitthvað og eitthvað. Samskonar hömlur gangast ábyrgir menn undir á öllum sviðum, því meiri sem til meiri hluta er ætlazt af þeim og þeir gera meiri kröfur til sjál'fra sín. Ef kirkjan ætlar að vera kirkja, þ. e. nokkurnveginn samstætt vitni og verkfæri sérstakrar köllunar, þá verður hún að setja einstökum boðberum sínum viss takmörk. Það kann að virð- ast hart aðgöngu. En ef málið er hugsað, þá sér hver maður, að hitt væri ólíkt harkalegra að fela mönnum hið ábyrgðarmesta hlutverk án þess að fá þeim neitt til að styðjast við. Þeir tímar geta komið, sem leiði ótvírætt í Ijó's, að það er harla mikið miskunnarleysi við einstaklinginn að láta honum að flestu eða öl'lu eftir að skapa sér mælikvarða og viðmiðun. Svo mikið er víst, að prestar í nálægum löndum hafa lært að meta játningar kirkju sinnar og vígslueið sinn. Hefðu þeir elcki haft við þetta að styðjast, hefði þeim með engu móti verið stætt í því storm- viðri, sem yfir þá gekk. Játningarnar og vígslueiðurinn voru virkið, sem prestar nágrannalandanna bjuggu um sig í, þegar markvisst, heiðið ríkisváld heimtaði af kirkjunni að hlíta sínum skilningi á því, hvað sé sannleikur, hvert hlutverk kirkjunnar. Það ríkisvald lét svo sem í veðri vaka, að það vildi ekki hagga

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.