Víðförli - 01.09.1947, Side 46

Víðförli - 01.09.1947, Side 46
172 YÍtíl' 'ORLI við. Hún þokar sér nær dómaranum, eins og hún vilji gera athugasemd. Undrun og ótti skín út úr svip hennar. Sagði hann já? Það gat ekki verið. Hún gat ek.ki hafa heyrt rétt. En nú er komið með Biblíuna. Dómarinn flytur áminn- inguna um þýðingu og helgi eiðsins og afleiðingar meinsær- is. Bóndinn leggur fingur á hina helgu bók og ætlar að fara að hafa eítir eiðstafinn. Þá verður óvæntur viðburður. Stúllcan virðist verða lost- in þeirri skelfingu og hryllingi, að hún ræður ekki við sig. Hún skilur, að hann ætlar að sverja, til þess að bjarga áliti sínu í augum konu sinnar og annara. En það er ekkert eins óttalegt til eins og að sverja rangan eið. Það hvílir leyndar- dómsfull, ægileg' og eilíf bölvun yfir þeirri synd. Um leið og bóndinn fer að hafa eftir eiðstafinn, æðir hún fram, slær á hönd honum og hrifsar til sín Biblíuna. „Hann má ekki sverja frá sér sál sína. Hann má það ekki“. Og þegar dómarinn áminnir hana, segir hún hægt og alvarlega: „Eg læt málið falla niður. Hann er faðir barnsins. En mér þykir ennþá vænt um hann. Ég vil ekki, að hann sverji rangan eið“. Og dómarinn finnur alt í einu, að honum vökn- ar um augun. Það er Selma Lagerlöf, sem hefur dregið upp þessa mynd í sögunni „Mýrarkotsstelpan“. Þessi stúlka vissi, hvað það gildir að kalla Guð til vitnis og leggja sjálfan sig í veð fyrir framburði sínum. Hverju glatar þjóð, sem tortímir þeirri vitund? Um helgi eiðsins í meðvitund nútímans skal ekki rætt hér. Fyrir fáum árum var lögum breytt um form hans — og ekki til bóta. Ein breytingin var fólgin í því, að vitni eða málsaðili, sem ekki lýsir sig trúa á Guð, skuli vinna drengskaparheit og hefur það sömu þýðingu að lögum og eiður. Um þetta atriði er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja. En annað vildi ég minnast á: Það er sem sagt eiðs ígildi að lögum að votta eitthvað

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.