Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 15

Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 15
ÞJÓÐKIRKJA ÍSLANDS 141 Þegar gera skal fræðilega grein fyrir hugtakinu „evangelisk- lúthersk kirkja“, verður fyrst fyrir að benda á vissar grundvall- arheimildir um þau áherzluatriði í trúarskilningi, trúarafstöðu og kenningu, sem einkenna þessa kirkjudeild, ollu því, að hún varð til, og réttlæta, að hún er til sem sérstök deild hinnar al- mennu kristni, heimildir, sem viðurkenndar eru og hafa verið af öllum ev.-lúth. mönnum í öllum löndum sem leiðsögurit um skilning og boðun kristindóms.l) Þessar heimildir eru einkum: Agsborgarjátningin og Fræði Lúthers hin minni, hin sérstöku játningarrit evangelisk-lútherskrar kirkju. Þau eru viðurkennd af öllum ev.-lúth. mönnum, en sums staðar hafa nokkur fleiri rit frá siðbótartímanum verið sett á bekk með þeirn. Iívaða gildi hafa nú þessi rit? Þau eru ómetanlegur leiðarvísir um meginsjónarmið lúthersku siðbótarinnar. Fræðin eru að flestra dómi eitt innb'lásnasta verk kirkjusögunnar. Þar talar siðbótarfrömuðurinn við börn- in um kristilegan skilning á lögmáli Guðs, bendir á, hví'lík auð- legð er tileinkuð þeim, sem trúir á þríeinan Guð, vísar til veg- ar í heimi bænarinnar með Faðirvorið að leiðarsteini, skýrir sakramentin. Asborgarjátningm er guðfræðileg ritgerð (hvorki hún né Fræðin er réttnefnd játning), frábær heimild um það, hvað rómverskum mönnum og evangelískum bar á milli og hve langt evangelískir menn gátu framast gengið til samkomulags við rómverska. Margt er í þessu riti rætt, sem ekki er dagskrármál nú á tímum eða hér á íslandi eins og sakir standa, og engum er í kristinni kifkju gert að taka afstöðu til mála, sem ekki eru brýn á líðandi stundu og ekki snerta sjálfa líftaug trúarinnar. Hverj- um degi nægir sín þjáning. Þau orð eiga vissulega líka við hér. Kristin kirkja játar aldrei út í bláinn, heldur út frá fyrirliggj- andi viðhorfum. Þannig hafa játningarnar skapazt. Og not þeirra og gildi helgast-af þessu. Ýmislegt í Ágsborgarjátningunni 1) Sbr. alfræðibókin Encyclopedia Britannica: „The Augsburg Confession and Luther’s Short Catechism may therefore be said to contain the distinc- tive principles which all Lutherans are bound to maintain“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.