Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 35

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 35
HVAf) ER MAÐURÍNN? 161 litning hitt. Manndýrkunin á langa sögu að baki í hugsun- arhætti Evrópu, allt frá dögum nýju aldar, renessance- eða endurfæðingartímanum s. k., þegar menn tóku upp kjör- orðið: Vér erum guðir, aðra viðurlcennum vér ekki. Svo mjög sem framfaramenn þess tíma c'ýrkuðu fornöldina, þá var þekking þeirra á grískum hugsunarhætti að því er virðist ekki haldbetri en svo, að þeir vissu ekki, að það, sem Grikkinn óttaðist mest og varaði mest við, var hybris, of- drambið. Maðurinn skyldi þekkja takmörk sín, minnast þess, að hann er maður en ekki guð. Það er þetta, sem felst í hinni fornu, grísku áminningu, sem allir kannast við en flestir misskilja: Þekktu sjálfan þig. Renessance-skáldin sum töluðu um að gera herhlaup á himininn og máta alla guðdóma. Svo gerðist það mikil tízka um slceið að tala um guð í sjálfum sér — firðsjárnar fundu hvort sem var engan í geimunum. Meira að segja kristin guðfræði gerði sér um .‘keið títt um guðinn í manninum, guðdómleik manneðlis- ins. En gamli Hegel var nokkuð glöggur, þegar hann sagði: „Þegar maðurinn fer 'ið telja sjálfan sig æðstan, þá ber slíkt \’oít um það eitt, að hann hefur glatað virðingunni fyrir sjálfum sér“. Ofgarnar mætast, fæða hverjar aðrar. Guð- dómleikur manneðlisins — hvað er manneðlið? Birtist það í Hrafni Sveinbjarnarsyni eða Axlar-Birni, í Frans frá Ass- isi eða Himmler? Ef ég er guð — því þá ekki Hitler? Mann- dýrkun fylgir mannfyrirlitning, eins og uppköst ofdrykkju. Á þeim tíma, þegar nazisminn stóð á hátindi valds og dýrðar og virtist að því komin að leggja heiminn undir sig, í byrjun ársins 1941, birtist forystugrein í þýzka stórblað- inu Frankfurter Zeitung. Greinin hét Der Wert des Men- schen, Verðmæti mannsins. Hefur maðurinn nokkurt verð- mæti, spyr höf. að upphafi. Og hann svarar spurningunni játandi. Og hann þykist geta sannað þetta á þann hátt, sem sízt verður véfengdur, með tölum. Hann leggur til grund- vallar meðal árstekjur þýzks manns og margfaldar þá upp- hæð með 40, því að 40 ár er að meðaltali það skeið, sem mað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.