Víðförli - 01.09.1947, Side 35

Víðförli - 01.09.1947, Side 35
HVAf) ER MAÐURÍNN? 161 litning hitt. Manndýrkunin á langa sögu að baki í hugsun- arhætti Evrópu, allt frá dögum nýju aldar, renessance- eða endurfæðingartímanum s. k., þegar menn tóku upp kjör- orðið: Vér erum guðir, aðra viðurlcennum vér ekki. Svo mjög sem framfaramenn þess tíma c'ýrkuðu fornöldina, þá var þekking þeirra á grískum hugsunarhætti að því er virðist ekki haldbetri en svo, að þeir vissu ekki, að það, sem Grikkinn óttaðist mest og varaði mest við, var hybris, of- drambið. Maðurinn skyldi þekkja takmörk sín, minnast þess, að hann er maður en ekki guð. Það er þetta, sem felst í hinni fornu, grísku áminningu, sem allir kannast við en flestir misskilja: Þekktu sjálfan þig. Renessance-skáldin sum töluðu um að gera herhlaup á himininn og máta alla guðdóma. Svo gerðist það mikil tízka um slceið að tala um guð í sjálfum sér — firðsjárnar fundu hvort sem var engan í geimunum. Meira að segja kristin guðfræði gerði sér um .‘keið títt um guðinn í manninum, guðdómleik manneðlis- ins. En gamli Hegel var nokkuð glöggur, þegar hann sagði: „Þegar maðurinn fer 'ið telja sjálfan sig æðstan, þá ber slíkt \’oít um það eitt, að hann hefur glatað virðingunni fyrir sjálfum sér“. Ofgarnar mætast, fæða hverjar aðrar. Guð- dómleikur manneðlisins — hvað er manneðlið? Birtist það í Hrafni Sveinbjarnarsyni eða Axlar-Birni, í Frans frá Ass- isi eða Himmler? Ef ég er guð — því þá ekki Hitler? Mann- dýrkun fylgir mannfyrirlitning, eins og uppköst ofdrykkju. Á þeim tíma, þegar nazisminn stóð á hátindi valds og dýrðar og virtist að því komin að leggja heiminn undir sig, í byrjun ársins 1941, birtist forystugrein í þýzka stórblað- inu Frankfurter Zeitung. Greinin hét Der Wert des Men- schen, Verðmæti mannsins. Hefur maðurinn nokkurt verð- mæti, spyr höf. að upphafi. Og hann svarar spurningunni játandi. Og hann þykist geta sannað þetta á þann hátt, sem sízt verður véfengdur, með tölum. Hann leggur til grund- vallar meðal árstekjur þýzks manns og margfaldar þá upp- hæð með 40, því að 40 ár er að meðaltali það skeið, sem mað-

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.