Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 27
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 25 Björn Guðmundsson sonur Guðmundar Björnssonar framkvæmdastjóra. Var lengi skrifstofustjóri hjá HÓ. Hann tók mikið af myndum í Ólafsvík bæði úr leik og starfi. skipið út og standa einir að útgerð skipsins. Leituðu þeir þá til stjórnenda HÓ um það hvort HÓ vildi kaupa með þeim hlut í skipinu og taka að sér útgerð þess með þeim bræðrum. Varð það úr að HÓ og þeir bræður gerðu með sér samning um að mynda sam- eignarfélagið, Björn & Einar sf. Yrði HÓ eigandi að 50% hlut í félaginu, en hvor þeirra bræðra 25% eigendur og skipið keypt og rekið í nafni sameignarfélagsins. Einar var ráðinn skipstjóri, Björn útgerðarstjóri og fram- kvæmdastjóri HÓ tók að sér reksturinn fyrir félagið. Stóð þetta samstarf enn þegar Guðmundur Björnsson hætti sem fram- kvæmdastjóri HÓ í árslok 1987 og reyndist útgerð skipsins farsæl allan tímann. Skipið var fyrst og fremst gert út frá Ólafsvík til hrá- efnisöflunar fyrir HÓ og yfirleitt gert út á línu seinni part vetrar fram í febrúar og síðan á þorska- net fram í maí og á botnvörpu á fisk eða rækju yfir sumarið. A haustin var farið á síldveiðar fyrir Austurlandi og þá aðallega landað á Eskifirði. Var skipið yfirleitt annað tveggja aflahæstu skipa frá Ólafsvík á vetrarvertíðum ásamt mb. Gunnari Bjarnasyni, sem einnig var gerður út af HÓ. Eig- endur létu byggja yfir skipið í Stykkishólmi líldega um 1980. Mb. Gunnar Bjarnason SH 25 Árið 1975 keypti HÓ ásamt Hauki Sigtryggssyni og Sigurði Stefánssyni fiskiskipið Hagbarð Óskar Þorgilsson starfaði sem verkstjóri hjá HÓ og var áður hjá Hólavöllum. ljósm. PSJ frá Keflavík, sem var 177 brutto- lestir að stærð, smíðað í Noregi 1963. Var stofnað hlutafélagið Vararkollur um kaup og rekstur skipsins og voru hluthafar: HÓ 45%, Sigurður Stefánsson og Anna Jónsdóttir 10% og Haukur Sigtryggsson og Steinunn Þor- steinsdóttir 45%. Skipinu var gef- ið nafnið Gunnar Bjarnason SH 25 og skipstjóri frá upphafi var Ríkarð Magnússon, sem var þekktur aflamaður og reyndist svo einnig með þetta skip því á vetrar- vertíðum var þetta skip oftast afla- hæsta skipið, sem gert var út frá Ólafsvík a.m.k. til og með 1987. Skipið var sent til Cuxhaven í Þýzkalandi sumarið 1979 og skipt um aðalvél og ljósavél og nýjar vélar af Caterpillar-gerð settar í skipið og ýmsar aðrar endurbætur gerðar á skipinu, en síðar eða upp úr 1980 var byggt yfir skipið í Hafnarfirði. Skipið var líkt og Garðar II. gert út til hráefnisöflunar fyrir HÓ á línuveiðar fyrri part vetrar fram í febrúar og síðan á þorska- net fram í maí. Yfir sumarið á togveiðar til þorsk eða rækjuveiða en að haustinu til síldveiða fyrir Austurlandi og aðallega landað á Eskifirði, en þó siglt með a.m.k. einn farm til Ólafsvíkur með síld aðallega til beitufrystingar. Reyndist skipið og áhöfn þess í alla staði mjög vel. Bv. Lárus Sveinsson SH 126 Árið 1975 höfðu Lóndrangar hf., sem Guðmundur Kristjóns- son, Guðmundur Sveinsson og Víglundur Jónsson áttu, fest kaup á mb. Guðbjörgu frá ísafirði. En Víglundi fannst skipið ekki henta sínu fyrirtæki, Hróa h£, til hrá- efnisöflunar, þar eð skipið, sem fékk nafnið Lárus Sveinsson SH 126 yrði eingöngu gert út á tog- veiðar. Urðu eigendur því sammála um að HÓ keypti 50% eignarhlut Víglundar í félaginu og tæki við rekstrinum ásamt þeim félögum. Ný stjórn var þá mynduð í félag- inu og var hún þannig skipuð: Guðmundur Björnsson formaður og meðstjórnendur Guðmundur Kristjónsson og Guðmundur Sveinsson. Fljótlega fór félagið að leita fyrir sér um kaup á skuttog- ara til að auka möguleika félagsins á meiri afla. Snemma árs 1977 bauðst félaginu að kaupa nýlegan Sigurdór Eggertsson bílstjóri. Ljósm. Björn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.