Kveikt á perunni

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Qupperneq 29

Kveikt á perunni - 15.01.2004, Qupperneq 29
Kveikt á perunni 29 Konungur í ríki sínu Sigfús Guðlaugsson, rafveitustjóri á Reyðarfirði, er sá sem völdin hefur í raforkumálum á Reyðarfirði. Hann er rafveitan holdi klædd, enda eini starfsmaður veitunnar. Því fylgir vitaskuld mikil viðvera, enda segist hann alltaf vera í vinnunni, „nema þegar ég skrepp frá,“ segir hann og hlær. „Jú, jú, vitaskuld þarf alltaf að vera hægt að ná í mig og lífið er reyndar mun léttara núna eftir að GSM sím- arnir urðu alsráðandi. Nú get ég skroppið ffá með góðri samvisku með símann í vasanum, því það er alltaf hægt að ná í mig.“ Rafveita Reyðarfjarðar er sérveita sem er í eigu sveitarfélagsins og Sig- fús hefur rekið hana síðan árið 1967, „þannig að ég ætti nú að kunna orðið ágætlega á hana“, segir Sigfús. Raf- veitan rekur litla vatnsaflsstöð sem er frá árinu 1930 og ffamleiðir að jafnaði milljón Kw á ári. Til viðbótar er ég með díselrafstöð sem hægt er að keyra þegar álagið er hvað mest og hún hef- ur oft komið sér vel.“ Sem rafveitustjóri í eins manns raf- veitu þarf Sigfús að ganga til allra verka sem til falla. Hann grefur skurði, leggur línur og kapla, skrifar út reikninga og skiptir um perur í ljósastaurum bæjarinns, svo eitthvað sé neft. I desember sér hann einnig um að setja upp jólaskreytingar á veg- um bæjarinns. „En þegar mikið er að gera leita ég til verktaka og einn þeirra sem mikið hefur unnið fyrir mig er öllum hnút- um kunnugur og getur séð um stöðina þegar ég tek mér ffí. Síðan hafa kollegar mínir hjá RARIK verið liðleg- ir og sent mér vinnuflokka ef ég þarf á því að halda.“ segir Sigfús. Sigfús segir að nægt vatn sé í ánni núna, þrátt fyrir að veturinn hafi ver- ið harðari en mörg undanfarin ár. „Það er væntanlega vegna þess að það snjóði áður en jörðin fraus. Fyrir vikið er snjóhulan eins og einangrun sem heldur hita á jörðinni og vatnsbúskap- urinn er því nægur. Astandið er verst þegar hitinn rokkar rétt upp og niður fyrir frostmark. Þá á ég oft í vandræð- um með grunnstingulinn sem safnast fyrir á botninn eins og slæða og flýtur síðan upp þegar frostið er orðin ein til tvær gráður og stíflar ristamar." Þegar mest var bjuggu 760 manns á Reyðarfirði en þeim fækkaði vemlega á síðustu árum, fóm niður í 610 manns. Núna er hins vegar uppgang- ur á svæðinu og segir Sigfús að nú sé búið í hveiju húsi og miklar bygginga- framkvæmdir fyrirhugaðar í tengsl- um við væntanlegt álver. Til þess að undirbúa flölgunina setti Sigfús upp nýja spennistöð á Reyðarfirði nú í haust og hann segist hlakka vemlega til að taka þátt í uppbyggingunni sem fyrirhuguð er. HÖNNUN Grensásvegi 1 • 108 Reykjavík • Sími 510 4000 • Fax 510 4001 honnun@honnun.is • vwvw.hönnnun.is Kraftur í þágu þjóðar l áratugi hefur verkfræöistofan Hönnun verið ein helsta orkustöð Islendinga varöandi hönnun og undirbúning raforkuvera og orkuflutningskerfa. Þannig hafa starfsmenn Hönnunar unniö aö því aö virkja náttúrukraft landsins í þágu þjóðarinnar. Þjónusta Hönnunar byggist á þekkingu, fagmennsku og nákvæmni. Fyrirtækið annast ráögjöf og alhliða verkfræöiþjónustu vegna raforkumannvirkja s.s. háspennulína, stíflna, virkjana, jaröganga og veitukerfa. Þegar kveikja þarf á perunni er Hönnun á heimavellí! r i.

x

Kveikt á perunni

Undirtittul:
rafmagn á Íslandi í 100 ár
Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
Mál:
Árgangir:
1
Útgávur:
1
Útgivið:
2004-2004
Tøk inntil:
2004
Keyword:
Lýsing:
Samorka, samtök raforku-, hita og vatnsveita

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kveikt á perunni
https://timarit.is/publication/1992

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (15.01.2004)
https://timarit.is/issue/439065

Link til denne side: 29
https://timarit.is/page/8147812

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (15.01.2004)

Iliuutsit: