Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 28

Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202028 á að valþrýstingur frá furubarkarbjöllunni Dendroctonus ponderosae hafði marktæk áhrif á arfgerð gulfuru (Pinus ponderosa) sem leiddi til aukinnar mótstöðu hennar gagnvart bjöllunni.8 Fleira gæti þó komið til. Íslensku kvæmin voru gróðursett tveimur árum síðar en þau erlendu og spyrja mætti hvort þessi aldursmunur skýri mun á furulúsarsmiti og þoli íslenskra og innfluttra kvæma. Það verður þó teljast vera afar ólíklegt. Furulús er þekkt fyrir að leggjast á ung tré5 og árið 1954, þegar nær allar gróðursetningar voru 5-6 ára og yngri, var furulús útbreidd hér á landi.3 Auk þess sýndu rannsóknir í Tanzaníu að enginn munur væri á lúsasmiti mexíkóskrar grátfuru (Pinus patula) þegar aldurshópar <10, 10-15 og >15 ára trjáa voru bornir saman.15 Það er einnig hugsanlegt að erfiðar náttúrulegar aðstæður í Mjóanesi hafi valdið stressi og aukinni ásókn lúsarinnar í erlendu kvæmin sem ekki voru aðlöguð að þeim aðstæðum í sama mæli og íslensku kvæmin. Niðurstöður okkar sýna hinsvegar að tré og kvæmi sem uxu lítið framan af voru síður smituð af furulús, sem bendir ekki til þess að stress hafi valdið meira furulúsarsmiti. Það er hinsvegar þekkt að umhverfisskilyrði geta haft þau áhrif á móðurtré að afkvæmin verði betur aðlöguð að umhverfisskilyrðum á svæðinu19,21 og þannig haft áhrif á næmi afkvæmanna gagnvart skaðvöldum.22 Ekki er hægt að útiloka að eitthvað slíkt hafi leitt til minni lússækni íslenskra skógarfurukvæma, að minnsta kosti að einhverju leyti. Okkar niðurstaða er sú að furulúsafaraldurinn á árunum kringum 1950-1960 hafi orsakað náttúrulegt úrval í skógarfuru á Íslandi og leitt til meiri mótstöðuafls gagnvart furulús. Frekari rannsókna er þörf til að skoða þessa tilgátu. Einnig er þörf á frekari rannsóknum til að ákvarða hvort áhrifin séu eingöngu vegna breytinga á arfgerð hæsta meðalvöxt árin 2011-2017, en þriðju lægstu smiteinkunn 2017. Það bendir til þess að unnt sé að kynbæta fyrir mótstöðu- afli gegn furulús án þess að fórna vaxtar- getu. Enn sem komið er virðist lúsin ekki hafa leitt til affalla í Mjóanestilrauninni, en hún hefur hinsvegar haft veruleg áhrif á vöxt kvæma og einstakra trjáa, sem hefur einkum komið fram sem minni vaxtar- auki eftir að lúsasmits varð vart. Þessi áhrif voru greinileg fyrir erlend kvæmi, eins og 7b. mynd sýnir. Áhrifin á einstök tré, óháð kvæmum, eru enn meiri eins og 8. mynd sýnir. Hlutfallslegur vaxtarhraði þeirra trjáa sem smituðust minnst var um fimmfalt meiri á árunum 2011-17, en á árunum áður en lúsin berst inn á svæðið 2011. Segja má að þessi tré sýni eðlilega vaxtaraukningu með aldri. Þau tré sem smituðust mest sýndu hinsvegar enga breytingu á vaxtarhraða fyrir og eftir lúsasmit og því hefur lúsasmitið í raun komið í veg fyrir eðlilega vaxtaraukningu þessara trjáa. Það eitt og sér getur valdið því að þessi tré drepist því ef svo heldur fram sem horfir munu þau lenda undir í samkeppni um sólarljós við ósmituð tré og drepast. Vaxtartap vegna furulúsarsmits sem mældist í Mjóanesi er á svipuðu róli og fundist hefur í öðrum rannsóknum.16,14 Áhugaverðasta niðurstaða þessarar rannsóknar er tvímælalaust sú að íslensku skógarfurukvæmin (9. mynd) reyndust vera marktækt minna smituð af furulús en erlendu kvæmin, eins og 6. mynd sýnir. Freistandi er að álykta sem svo að þessar niðurstöður sýni að furulúsarfaraldrarnir hafi leitt til náttúrulegs úrvals sem hafi leitt til arfbundins aukins mótstöðuafls íslenskrar skógarfuru gegn furulús, sem þýðir yfirleitt að þau framleiði varnarefni sem haldi lúsinni í skefjum í meira mæli en erlend furukvæmi gera. Afkvæma- prófanir á flæðafuru (Pinus elliottii) gefa til kynna að mótstöðuafl gagnvart furulús sé arfgengt.2 Einnig hefur verið sýnt fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.