Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202028
á að valþrýstingur frá furubarkarbjöllunni
Dendroctonus ponderosae hafði marktæk
áhrif á arfgerð gulfuru (Pinus ponderosa)
sem leiddi til aukinnar mótstöðu hennar
gagnvart bjöllunni.8
Fleira gæti þó komið til. Íslensku
kvæmin voru gróðursett tveimur árum
síðar en þau erlendu og spyrja mætti
hvort þessi aldursmunur skýri mun
á furulúsarsmiti og þoli íslenskra og
innfluttra kvæma. Það verður þó teljast
vera afar ólíklegt. Furulús er þekkt fyrir
að leggjast á ung tré5 og árið 1954,
þegar nær allar gróðursetningar voru
5-6 ára og yngri, var furulús útbreidd
hér á landi.3 Auk þess sýndu rannsóknir
í Tanzaníu að enginn munur væri á
lúsasmiti mexíkóskrar grátfuru (Pinus
patula) þegar aldurshópar <10, 10-15 og
>15 ára trjáa voru bornir saman.15 Það er
einnig hugsanlegt að erfiðar náttúrulegar
aðstæður í Mjóanesi hafi valdið stressi og
aukinni ásókn lúsarinnar í erlendu kvæmin
sem ekki voru aðlöguð að þeim aðstæðum
í sama mæli og íslensku kvæmin.
Niðurstöður okkar sýna hinsvegar að
tré og kvæmi sem uxu lítið framan af
voru síður smituð af furulús, sem bendir
ekki til þess að stress hafi valdið meira
furulúsarsmiti. Það er hinsvegar þekkt að
umhverfisskilyrði geta haft þau áhrif á
móðurtré að afkvæmin verði betur aðlöguð
að umhverfisskilyrðum á svæðinu19,21 og
þannig haft áhrif á næmi afkvæmanna
gagnvart skaðvöldum.22 Ekki er hægt að
útiloka að eitthvað slíkt hafi leitt til minni
lússækni íslenskra skógarfurukvæma, að
minnsta kosti að einhverju leyti.
Okkar niðurstaða er sú að
furulúsafaraldurinn á árunum kringum
1950-1960 hafi orsakað náttúrulegt
úrval í skógarfuru á Íslandi og leitt til
meiri mótstöðuafls gagnvart furulús.
Frekari rannsókna er þörf til að skoða
þessa tilgátu. Einnig er þörf á frekari
rannsóknum til að ákvarða hvort áhrifin
séu eingöngu vegna breytinga á arfgerð
hæsta meðalvöxt árin 2011-2017, en þriðju
lægstu smiteinkunn 2017. Það bendir til
þess að unnt sé að kynbæta fyrir mótstöðu-
afli gegn furulús án þess að fórna vaxtar-
getu.
Enn sem komið er virðist lúsin ekki
hafa leitt til affalla í Mjóanestilrauninni,
en hún hefur hinsvegar haft veruleg áhrif á
vöxt kvæma og einstakra trjáa, sem hefur
einkum komið fram sem minni vaxtar-
auki eftir að lúsasmits varð vart. Þessi
áhrif voru greinileg fyrir erlend kvæmi,
eins og 7b. mynd sýnir. Áhrifin á einstök
tré, óháð kvæmum, eru enn meiri eins og
8. mynd sýnir. Hlutfallslegur vaxtarhraði
þeirra trjáa sem smituðust minnst var um
fimmfalt meiri á árunum 2011-17, en á
árunum áður en lúsin berst inn á svæðið
2011. Segja má að þessi tré sýni eðlilega
vaxtaraukningu með aldri. Þau tré sem
smituðust mest sýndu hinsvegar enga
breytingu á vaxtarhraða fyrir og eftir
lúsasmit og því hefur lúsasmitið í raun
komið í veg fyrir eðlilega vaxtaraukningu
þessara trjáa. Það eitt og sér getur valdið
því að þessi tré drepist því ef svo heldur
fram sem horfir munu þau lenda undir í
samkeppni um sólarljós við ósmituð tré og
drepast. Vaxtartap vegna furulúsarsmits
sem mældist í Mjóanesi er á svipuðu róli og
fundist hefur í öðrum rannsóknum.16,14
Áhugaverðasta niðurstaða þessarar
rannsóknar er tvímælalaust sú að íslensku
skógarfurukvæmin (9. mynd) reyndust
vera marktækt minna smituð af furulús en
erlendu kvæmin, eins og 6. mynd sýnir.
Freistandi er að álykta sem svo að þessar
niðurstöður sýni að furulúsarfaraldrarnir
hafi leitt til náttúrulegs úrvals sem hafi
leitt til arfbundins aukins mótstöðuafls
íslenskrar skógarfuru gegn furulús, sem
þýðir yfirleitt að þau framleiði varnarefni
sem haldi lúsinni í skefjum í meira mæli en
erlend furukvæmi gera. Afkvæma-
prófanir á flæðafuru (Pinus elliottii) gefa
til kynna að mótstöðuafl gagnvart furulús
sé arfgengt.2 Einnig hefur verið sýnt fram