Ný menntamál - 01.06.1994, Side 17
c
!
andfélagslega hegðun sem vekur reiði fullorðinna. Það
er oft leiðin til að koma í veg fyrir vorkunn.
Það er mjög brýnt að kennarar fylgist vel með ungl-
ingi í sorg og láti ekki blekkjast af tímabundnum hress-
leika eða afneitun á sorginni. Það er ágætis ráð að
minna sjálfan sig á að sorgin tekur tíma og skrá í
dagbókina til dæmis „í dag eru þrír mánuðir frá því að
Nonni í 9.Ómisstimömmusína“, gefasigþá að Nonna
svo lítið beri á og láta hann vita að þú munir ennþá eftir
sorg hans. Ég bæði þekki það á eigin skinni og einnig
hef ég reynt það í starfi að betri hjálp er ekki hægt að fá
en viðurkenningu á að sorgin tekur tíma og að fólk
hefur ekki gleymt. Maður stendur ekki aleinn uppi.
Hlutverk kennarans sem
stuðningsaðila nemanda í sorg
Kennari þarf að sýna barni í sorg umburðarlyndi og
reyna að átta sig á hegðun þess. Mikilvægara er að
kennari viðurkenni breytta hegðun barnsins og að
breytingin geti varað í langan tíma en að reyna að
greina hvers eðlis breytingin er. Barn í sorg getur reynt
að neita tilfinningum á borð við reiði og sársauka með
því að bæla þær innra með sér. Það geta liðið mánuðir
og jafnvel ár áður en barn fær útrás fyrir bældar tilfinn-
ingar sínar.
Eitt af einkennum sorgarinnar eru einbeitingarörð-
ugleikar og að eiga erfitt með að fylgjast með því sem
fram fer í umhverfinu (jafnvel skemmtileg kvikmynd
fangar ekki athyglina). Það er mikilvægt að kennari
átti sig á því og taki tillit til þess eftir fremsta megni í
kennslunni. Kennari verður þó að varast að mismuna
barninu; það verður að styðja barnið innan hópsins
eins og frekast er unnt og sýna ekki of mikla vor-
kunnsemi og góðvild svo að barnið einangrist ekki um
of frá bekkjarfélögum.
Börnin verða öðruvísi en jafnaldrar eftir andlát ná-
ins ástvinar. Þau hverfa oft tímabundið til fyrra þroska-
stigs t. d. getur skriftarfærni níu ára barns breyst eins og
hann eða hún skrifaði sjö ára. Ekki er ástæða til að hafa
áhyggjur fyrstu misserin.
Þegar nemandi í skólanum hefur misst náinn ætt-
ingja er mikilvægt að bekkjarkennari láti aðra kennara
vita. Einnig gangaverði, ritara skólans og skólayfir-
völd. Það er mikilvægt að þessir aðilar láti nemandann
vita að þau viti um dauðsfallið og sorg nemandans. Þar
sem íslenskt samfélag tilkynnir andlát í tjölmiðlum, er
það oft ný reynsla fyrir börn að heyra og sjá eigið nafn á
opinberum vettvangi. Heimilið gjörbreytist, aðstand-
endur koma í heimsókn og votta samúð sína, allt líf
fjölskyldunnar snýst um hinn látna. Margir syrgjendur
gera því ráð fyrir að „allir“ viti um dauðsfallið. Kvíði
og ótti barnsins er því mikið „hvernig bregst mitt um-
hverfi, skólinn við mér“? Besti undirbúningurinn fyrir
Einhvern tíma munum
við deyja
Einhvern tíma munwn við deyja þú og ég
Allir menn munu deyja
og öll dýr
og öll tré munu deyja
og blómin á enginu
en
ekki öll í einu
heldur smátt og smátt
svo að varla tekst eftir því
syrgjandann er að kennarinn komi heim til hans og í
sameiningu ákveða þeir hvenær og hvernig nemandinn
komi í skólann, jafnframt því að kennarinn skilar sam-
úðarkveðjum frá félögum og starfsfólki. Ef nemandi
missir ástvinutan skólatíma t.d. á sumrin er æskilegt að
forráðamenn láti skólayfirvöld vita í skólabyrjun.
Kennari verður einnig að vera fær um að styðja vini
syrgjandans. Hvernig á átta ára stúlka að nálgast bestu
vinkonu sína sem hefur dregið sig inn í skel og talar
17