Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 24
C )
bar upp á miðvikudag, því mið-
vikudagar eru hátíðisdagar í Ask-
erovaskóla. Þá safnast allur skólinn
saman í Midjan og afrakstur vik-
unnar er lagður fram. Nemendur
skemmta sér og starfsfólkinu með
söng, hljóðfæraleik, gátum, vísum
og upplestri úr ritgerðum.
Leik- og grunnskólinn er á eyj-
unni Askerova og ber nafn hennar.
Eyjan liggur yst í skerjagarðinum
fyrir opnu hafi og tilheyrir sveitar-
félaginu Flora á vesturströnd Nor-
egs. Skólahúsið var byggt árið 1991.
Úr öskunni af gamla skólanum sem
brann veturinn 1990 reis þessi
spennandi skóli. Blessaður brun-
inn! er viðkvæðið á meðal foreldra,
nemenda og kennara. Auk nýja
skólans fengu eyjaskeggjar leik-
skóla og skóladagheimili fyrir öll
börn á eyjunni. I þessu litla byggð-
arlagi með u.þ.b. 150-160 íbúa
fengu 7-8 manns vinnu og kennar-
arnir fleira samstarfsfólk. Kennar-
ar í fámennum skólum kvarta svo
oft yfir að þeir hafi of fátt sam-
starfsfólk og að það skapi faglega
einangrun og einmanaleika.
Askerova er annar tveggja skóla
í Sogn og Fjordane-fylki (á Svanöy í
sama sveitarfélagi er skóli/leikskóli
með svipuðu sniði) sem gerir til-
raun til að sameina í einni stofnun
leikskóla, skóladagheimili og
grunnskóla. Á Askerova leik- og
grunnskóla eru þrjár deildir; leik-
skóladeild auk yngri og eldri deild-
ar. í hverri deild er deildarstjóri
sem ber ábyrgð á öllu uppeldis- og
kennslufræðilegu starfi deildarinn-
ar auk þess sem hann/hún skipu-
leggur samvinnu við hinar deildirn-
ar. Rétt er að geta þess að mikil
áhersla er lögð á að nýta það besta í
hverjum starfsmanni. Sem dæmi
má nefna að deildarstjórinn á leik-
skóladeildinni sér um alla náttúru-
fræðikennslu í eldri deildinni og ein
Að lokinni aðalœfingu. Kathríne kennaranemi ásamt nokkrum nemendum.
af starfsstúlkunum á leikskóla-
deildinni um alla handavinnu-
kennslu í öllu deildum. Auk sam-
eiginlegs rýmis s.s. „Midjan“,
handavinnustofu og eldhúss, hefur
hver deild sína föstu aðstöðu
(kennslustofu) með stóru sameig-
inlegu borði auk fastrar vinnuað-
stöðu fyrir hvert barn. Að safnast
saman í kringum borð er mikilvægt
á Askerova. Hver vinnustund (sem
varir í eina klukkustund) hefst við
sameiginlega borðið. Þar eru málin
rædd og fyrirmæli gefin, síðan
hverfur hver til sinnar vinnuað-
stöðu. Vinnuaðstaðan líkist mjög
því sem við finnum á lestrarsölum
þ.e.a.s. litlu borði með bókahillu
og leslampa.
Aldursblöndun
Eftir bruna skólahússins, sem
áður er um getið, var þróunarstarf-
inu „Samfella í námi 0-13 ára
barna“ hleypt af stokkunum og á að
taka þrjú ár og hefur starfsfólk á
Askerova haft veg og vanda af
skipulagsvinnunni. Markmiðið er
Nemendur 1.-6. bekkjar ásamt Solveig deildarstýru og kennaranemum.
24