Ný menntamál - 01.06.1994, Side 26

Ný menntamál - 01.06.1994, Side 26
( '.........) skólastarfs í heimalandi sínu. I rannsókninni voru bornar saman fjórar ólíkar leiðir sem stuðlað gætu að bættu skólastarfi og þá sér í lagi aukins námsárangurs nemenda. — Aukinn kennslustundafjöldi — Færri nemendur í bekk — Kerfisbundin notkun tölvu- tækni í kennslu — Nemendur sem „ressurs“ - nemendur í hlutverki aðstoðar- kennara Rannsóknin leiddi í ljós að nýt- ing nemenda sem aðstoðarkennara gaf bestan árangur. Það var níu sinnum árangursríkara en aukinn kennslustundafjöldi og fjórum sinnum árangursríkara en fækkun nemenda í bekk og notkun tölvu- tækni við kennslu. Þess má einnig geta í þessu sambandi að norskar rannsóknir hafa sýnt fram á að eldri nemendur fá aukinn áhuga á eigin námi þegar þeir fá tækifæri til að kenna og leiðbeina yngri nemend- um. Þessar niðurstöður hafa verið skýrðar þannig m.a. að nemend- urnir eigi auðveldara með að sjá til- gang og notagildi eigin náms þegar þeir nota námið beint til kennslu sér yngri nemenda. Mikilvægasti afrakstur kennslu í aldursblönduðum hópum er þó tví- mælalaust að kennarinn neyðist til að haga kennslunni eftir þörfum hvers einstaks nemenda. Banda- ríkjamaðurinn John Goodlad (1989) staðhæfir að kennsla í ald- ursblönduðum hópum sé besta kennslufyrirkomulagið tii að mæta náms- og félagslegum þörfum nem- endanna. Samstarf heimila og skóla A undanförnum árum hefur auk- in áhersla verið lögð á samstarf heimila og skóla, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Um nauðsyn og ágæti samvinnu milli Nemendur í 7. bekk ásamt kennaranemum. heimila og skóla eru flestir sam- mála. Þegar að framkvæmdinni kemur renna hins vegar á okkur tvær grímur. Hvernig komum við þessari samvinnu á? Oft heyrum við kennara kvarta yfir áhugaleysi foreldra og þá sér í lagi foreldra þeirra barna sem mest eru háð slíkri samvinnu. Nýlegarrannsókn- ir við Möreforskning hér í Sogni hafa leitt í ljós að í fámennum skól- um í strjálbýli er samvinna og sam- skipti heimila og skóla betri en í öðrum skólum. Þetta á bæði við um formleg samskipti sem skólarnir eiga frumkvæðið að, svo sem for- eldrafundi fyrir heila bekki, foreld- raviðtöl við einstaka foreldra, sam- eiginlega fundi fyrir allan skólann og óformleg samskipti þar sem frumkvæðið er hjá báðum aðilum. Þetta eru atriði sem að mínu mati er vert að hafa í huga í umræðunni um að leggja niður fámenna skóla í strjálbýli. Fámennu sveitaskólarnir eru ífjörunni er margt að finna. Skammdegissól á Askerova. 26

x

Ný menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.