Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 27
einnig oft einu opinberu stofnan-
irnar upp til sveita. Sveitaskólinn er
víða eini fasti samkomustaðurinn í
hreppnum þar sem sveitungar hitt-
ast og ræða landsins gagn og nauð-
synjar. Skólinn á að mínu mati að
vera hjartað í hverri sveit.
Samfella í námi
Leikskólar hafa margþættu hlut-
verki að gegna. Leikskólar eru ekki
bara geymslustaðir fyrir börn úti-
vinnandi foreldra. Rannsóknir á
seinni árum hafa sýnt fram á upp-
eldisfræðilegt gildi þeirra.
Eins og áður er vikið að læra
börn hvert af öðru. Fámenni á
sveitaheimilum er þekkt fyrirbæri,
eldri systkini eru oftast í skóla víðs
fjarri heimilinu allan daginn og víða
alla vikuna í heimavist.
Vélvæðingin hefur gert það að
verkum að Massey Ferguson og
c
Alfa-Laval-mjaltavélar hafa tekið
sæti vetrarmannsins og kaupakon-
unnar og amma og afi jafnvel á elli-
heimili í næsta kauptúni. Sveita-
heimilin eru því ekki í sama mæli og
áður vettvangur lærdóms fyrir börn
sem ekki eru komin á skólaaldur.
Að setja á stofn leikskóla í fátækum
sveitahreppi er ef til vill stór biti
fyrir sveitarstjórnina en umræða
um möguleika á leikskólum í hin-
um dreifðu byggðum er engu að
síður tímabær.
Til að tryggja gæði slíkra leik-
skóla þarf að ráða til starfa sér-
menntað starfsfólk (fóstrur). Það
eru ef til vill draumórar að ætla að
lítið jaðarbyggðarlag geti fengið til
starfa sérmenntað starfsfólk í leik-
skóla og það jafnvel í hálft starf. En
draumurinn verður ekki eins
óraunverulegur ef leikskólinn er
byggður og rekinn í tengslum og
)
eða í samvinnu við skólann. Slík
samvinna kæmi öllum til góða,
börnunum, foreldrum og báðum
skólunum.
Það er þessi hugsun sem liggur að
baki starfsemi Askerova leik- og
grunnskóla. Samstarf um samfellt
nám og uppeldi barna. Aðstand-
endur Askerova leik- og grunn-
skóla tala um uppeldismiðstöðvar.
I upphafi greinar minnar spurði
ég hvort við hefðum eitthvað að
læra af Askerova og ég er ekki í
vafa um að svo sé.
Heimildir og nánari upplýsingar fást hjá greinar-
höfundi
Sogndal lœrarhögskule PB 211,
5800 Sogndal, Norge
sími: +90 47 57 67 62 66
fax: +90 47 57 67 62 17
tölvufang: Gjonsdottir@sognhs.slh.no
Guðrún Jónsdóttir er lektor við
Sogndal lærarhögskule í Noregi.
Nýjar bækur frá l£?MÚ
MANNKYNSSAGA 2
Haustið 1993 kom út kennslubók í mannkynssögu þar sem fjallað er um tímann frá því um 1850 til
atburða síðustu missera og er þá einkum átt við þróun mála á meginlandi Evrópu.
Bókin er þýdd úr dönsku og er í Danmörku gefin út af bókaforlaginu Gjellerup og Gad.
Danska heitið er Verdens historie og höfundar eru: Tpnnes Bekker-Nielsen, John T. Lauridsen,
Niels Kayser Nielsen, Henrik Skovgaard Nielsen, Thorsten Borring Olesen, Flemming Schmidt
og Nils Ame Sprensen.
Bráðlega verður geftnn út fyrri hluti verksins en þar er fjallað um söguna fram á miðja nftjándu öld
BÓKMENNTAHEFTIIÐNÚ
Bókmenntahefti IÐNÚ em einkum ætluð sem ítarefni við íslenskunám á framhaldsskólastigi. Út em komin Vonir
og Marjas eftirEinarH. Kvaran,Á fjörunni og Þegar ég var áfregátunnieftir/ón Trausta.Að enduðum iöngum
degi, I fásinninu og Lífið í brjósti manns eftir Indriða G. Þorsteinsson.
Á næstunni eru væntanleg Sjávarljóð, sýnishorn íslenskra ljóða um sjó og siglingar í samantekt Eysteins
Sigurðssonar og Tilhugalíf eftir Gest Púlsson.
HLJÓÐFRÆÐI
Ögn um hljóðfræði og framburð eftir Sigurborgu Hiimarsdóttur. Kveri þessu er ætlað að gefa framhalds-
skólanemum auðskiljanlega mynd af flóknu fyrirbæri: hljóðkerfi íslensku og tslenskum framburði.
IPNÚ bókaútgáfa, Iðnskólanum, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík, s. 91-623370, bréfas. 91-623497
IONÚ
27