Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 67

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 67
67GOLF Á ÍSLANDI •DESEMBER 2010 Úlfar Jónsson PGA golfkennari Á eftirfarandi myndum má sjá Tinnu Jóhannsdóttur á Íslands- mótinu í höggleik á Kiðjabergs- velli í sumar, þar sem hún tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratit- il í höggleik. Á myndunum er hægt að sjá ágætlega tæknina sem hún beitir í sveiflunni, með góðum árangri. Þunginn er allur kominn yfir á vinstri fótinn, hægri handlegg- ur er þráðbeinn, þ.e. teygður í átt að skotmarki. Þetta er ekki mögulegt nema snúa mjöðmum og öxlum vel í gegn. Í þessari stöðu eru axlir þegar hornrétt- ar við höggstefnu. Góður lið- leiki er lykilatriði til að ná betri hreyfigetu í golfsveiflunni, ef hann er ekki til staðar þá verður erfitt fyrir venjulega kylfinga að ná þessari stöðu. Hægt er að bæta liðleikann með markviss- um liðleikaæfingum, daglega. Hér er gott dæmi um góða lokastöðu í jafnvægi. Allur þungi hvílir á vinstri fæti. Hægri öxl er komin vel fram- fyrir vinstri öxl, jafnvel hægri mjöðm er komin framfyrir þá vinstri. Frábær staða hér hjá Tinnu með dræver. Hún er lögð af stað í niðursveifluna. Mjaðmir hafa snúið til vinstri og kylfan hefur færst á flatari feril. Kylfuhausinn er hárréttur, hvorki opinn né lokaður. Það er lítið sem getur farið úrskeiðis héðan í frá. Sveiflan sem skilaði Tinnu Íslandsmeistaratitli í höggleik Úlfar Jónsson rýnir í nokkrar sveiflumyndir af Tinnu

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.