Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 76

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 76
76 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Fyrir tuttugu árum síðan voru Þjóðverjar aft- arlega á merinni í golfíþróttinni. Þeir höfðu að vísu einn súperkylfing sem var að hasla sér völl í heimi atvinnumanna, Bernhard Langer. Og hann var vítamínsprauta fyrir íþróttina í sínu heimalandi. Golfið hefur vaxið ár frá ári á undanförnum þremur áratugum og Sporting Club Berlin er eina fimm stjörnu golfsvæðið af sjötíu í Þýskalandi. Sport og Spa resort A-Rosa við Scharmutzelvatn í Bad Saarow, í um klukkustundar aksturfjarlægð frá hinni stórskemmtilegu borg Berlín, er glæsilegt hótel og golfsvæði þar sem boðið er upp á frábæra golfvelli, tvo þeirra hannaða af stórstjörnunum Nick Faldo og Arnold Palmer. Þarna er viðurgjörningur í stíl við stjörnurnar m.a. veitingastaður með frægu Michelin stjörnu og spa og dekuraðstaða er eins og hún gerist best og líklega rúmlega það. A-Rosa Scharmutzelsee hefur fengið margar við- urkenningar í ferðaþjónustunni og í golfheiminum. Svæðið hefur fengið margs konar verðlaun fyrir golf- aðstöðuna, veitinga- og hótelþjónustu og Spa heilsu- aðstöðuna. Það er því án nokkurs vafa hægt að mæla með heimsókn á slíkan stað. Vissulega er hann ekki sá ódýrasti en miðað við gæðin sem í boði eru þá eru gestir Sporting Club Berlin að fá mikið fyrir pen- inginn. Þar er hægt að blanda saman golfi, heilsu og huggulegheitum og veitingaþjónustu af bestu gerð. Jú, hljómar nokkuð flott og er það vissulega. Í A-Rosa eru sjö saunaböð, þrjátíu meðferðarherbergi, þrjár sundlaugar og sú stærsta, sem er úti er með góðri sólbaðsaðstöðu. Þrír 18 holu golfvellir prýða svæðið, tveir þeirra hann- aðir af Nick Faldo og Arnold Palmer og Faldo-völl- urinn þykir sá erfiðasti í landinu. Tvö æfingasvæði eru í A-Rosa og 9 holu golfvöllur sem er hugsaður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Alls þekja golfvellir og hótelgisting 300 hektara. Þýskaland er stærra golfland en marga grunarG O L F vellir Palmer og Faldo Fimm stjörnu golf-„rísort“ í Berlín með Svæðið er við Scharmutzel vatnið og við það eru veit- ingastaðir og ýmis konar afþreying, bátar, skútur og vatnasportafjör. Gistingin er margs konar en í boði eru 224 herbergi, öll mjög vel búin en 22 þeirra eru svítur. Starfsmenn á svæðinu eru 240. Á fimm stjörnu svæði er fátt til sparað og það á ekki síst við um golfvellina. Þó er hugsað um þá sem eru styttra komnir á veg í íþróttinni. Faldo og Palmer vell- irnir eru alvöru keppnisvellir og eins og fyrr segir er Faldo-völlurinn sagður sá erfiðasti og einn sá glæsi- legast í Þýskalandi. Í stuttri kynningarferð okkar lékum við 18 holur á Palmer og 9 holur á Faldo vellinum. Faldo hefur sett sig í links-„gír“ því ef maður ímyndar sér að völlurinn sé í nánd við sjó þá eru brautirnar og umhvefið þann- ig. Þetta er links-„fílingur“ út í gegn en Faldo er mikill áhugamaður um strandvelli og vill hanna sem flesta slíka í heiminum. Þó sést auðvitað í tré á svæðinu enda er golfsvæðið á mjög stóru og fallegu trjá rækt- uðu landssvæði. Á vellinum hafa verið haldin nokkur mjög stór atvinnumannamót, m.a. German Open á Evrópu- mótaröðinni, mót á Öldungamótaröð og Evrópu- mótaröð kvenna og loks heimsmeistaramót áhuga- manna. Röffið er ekki vinalegt en margar brautirnar eru flott- ar. Félagi Faldo hefur greinilega haft nokkra alvöru links-velli í huga þegar hann hannaði völlinn. Hann lét grafa 135 „pott“-glompur „a la Skotland“ og þá eru flatirnar hafðar eins hraðar og hægt er og þær voru það þegar við lékum völlinn í júní. framh. á bls. 78. Loftmynd af svæðinu, hótelbyggingar, höfnin og golfvellirnir. Púttað á 18. flötinni á Palmer vellinum.

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.