Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 12
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
12
GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK | SÍMI 578-0120 | INFO@GOLFSKALINN.IS | OPIÐ 10:00-18:00 VIRKA DAGA OG 11:00-16:00 LAUGARDAGA
GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ
MD GOLF er evróspskur kylfuframleiðandi frá
Belfast á Norður Írlandi.
MD GOLF er með ótrúlega gott úrval af kylfum
fyrir bæði konur og karla, td. Drivera, brautartré,
blendinga, fleigjárn, púttera ásamt kerrupokum og
burðarpokum. Kylfingar sem versla MD GOLF eru
að fá frábærar kylfur á ótrúlega góða verði.
MD GOLF er með
stillanlegan Driver
Verðið á MD GOLF kylfum er frábært
Járnasett frá 49.800 kr
Driverar frá 29.800 kr
Brautartré frá 19.800 kr
Blendingar frá 19.800 kr
Fleygjárn 12.800 kr
Pútterar 13.900 kr
MD Golf kylfurnar eru jafnt
fyrir byrjendur sem lengra komna
Smakkaðu...
Þórður Rafn Gissurarson náði að brjóta
ísinn sem atvinnumaður þegar hann
sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti á Calcot
Park vellinum á Englandi í byrjun júlí-
mánaðar. Þórður lék á tveggja daga móti á
Jamega atvinnumótaröðinni og fékk hann
um 800.000 kr. fyrir sigurinn. Hann lék
hringina tvo á 5 höggum undir pari (67-
68). GR-ingurinn var einu högg betri en
næsti kylfingur.
Á fésbókarsíðu sinni segir Þórður: „Fyrsti
sigur í atvinnumóti í höfn og það á góðri
mótaröð. Ótrúlega ánægður með lífið. Von-
andi verður tempóið í gangi út árið.“
Þórður hefur leikið mikið á EPD móta-
röðinni í Þýskalandi á þessu keppnistíma-
bili. Hann hefur leikið á 12 mótum á þeirri
mótaröð og komist í gegnum niðurskurðinn
á fimm af síðustu sex mótum. Besti árangur
hans á EPD mótaröðinni er 6. sæti en hann
er í 60. sæti á styrkleikalista mótsins.
Þórður Rafn verður á meðal
keppenda á Íslands-
mótinu í höggleik
á Eimskips-
mótaröðinni
sem fram fer
á Leirdals-
velli.
Þórður Rafn fagnaði sínum
fyrsta sigri sem atvinnumaður
Valdís Þóra í 71. sæti á
LET Access stigalistanum
Valdís Þóra Jónsdóttir lék á sínu
sjötta móti á LET Access at-
vinnumótaröðinni í Tékklandi
10.-11. júlí s.l. Þar var Leyni-
skonan einu höggi frá því að
komast í gegnum niðurskurðinn
en hún lék á 71 höggi á fyrsta
hringnum og 77 höggum á þeim
síðari. Valdís fékk þrjá skolla í
röð þegar mest á reyndi og var
eins og áður segir höggi frá því að
komast áfram. Valdís hefur komist í
gegnum niðurskurðinn á tveimur af
alls sex mótum á LET Access móta-
röðinni sem er sú næst sterkasta
í Evrópu á eftir Evrópumótaröð
kvenna. „Ég verð með á Íslands-
mótinu í höggleik í Leirdalnum.
Eftir það fer ég á tvö mót á LET
Access í Svíþjóð og Noregi. Ég kem
síðan til Íslands og tek æfinga-
pásu áður en ég fer aftur út í lok
ágúst á mót sem eru í Finnlandi og
Tyrklandi. Markmiðið er að bæta
stöðu mína á stigalistanum á næstu
vikum,“ sagði Valdís Þóra við Golf
á Íslandi en hún er þegar þetta er
skrifað í 71. sæti.