Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 20
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
20
Láu hjartað ráða
Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu
hráefni og Fairtradevottað. Hágæða súkkulaði
sem kætir bragðlaukana.
Piltalandsliðið áfram á meðal
þeirra bestu í Evrópu
Piltalandslið Íslands hélt sæti sínu á meðal
bestu liða Evrópu með því að leggja Belgíu
í bráðabana um 11. sætið á EM sem fram
fór á Bogstad vellinum í Osló. Þetta var
þriðji dagurinn í röð þar sem að úrslit í
leik hjá piltalandsliðinu réðust í bráða-
bana. Ísland hafnaði því í 11. sæti og þarf
því ekki að fara í undankeppni fyrir EM
næst þegar keppt verður í þessum aldurs-
flokki. Tékkland, Írland, Holland og
Austurríki þurfa að leika í undankeppni
EM. Ísland lagði Íra í fyrstu umferð
holukeppninnar, tapaði naumlega gegn
Frökkum og hafði síðan betur gegn Belgíu.
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var með pilta-
landsliðinu í Osló og hann segir að árangur
liðsins hafi verið góður og það hafi verið
stórkostlegt að fylgjast með dugnaði og ákefð
íslenska hópsins.
„Ég var gríðarlega ánægður með strákana
í piltalandsliðinu. Þetta er algjör drauma-
hópur að vinna með. Þeir leggja sig alla fram
og það þarf frekar að draga þá af æfinga-
svæðinu enda er metnaðurinn gríðarlegur.
Þeir fóru ansi langt á íslenska hjartanu og
sigurviljanum. Í höggleiknum gekk ágætlega
allt fram á síðustu 9 holunum en þeir léku
þrjá góða leiki í holukeppninni sem allir fóru
í bráðabana. Við náðum að vinna tvo þeirra
og vorum hársbreidd að vinna Evrópu-
meistarana.“
Úlfar segir að það sé raunhæft markmið að
stefna á að vera í A-riðli á næsta Evrópu-
meistaramóti. Það þurfi að ýmsu að hyggja í
þeim efnum.
„Líkamlegi þátturinn skiptir miklu máli. Það
er mikið að gerast yfir sumarið, mörg mót
og mikið æft, og þá þarf kylfingurinn að vera
í toppformi til að höndla álagið. Við höfum
verk að vinna í þessum þætti og einnig
þurfum við að huga enn betur að tækninni.
Þetta helst allt í hendur – líkamlegi þátturinn
er grunnurinn að því að geta slegið enn
lengra og beinna. Vellirnir sem eru keppnis-
vellir á stórmótum landsliða eru líka mun
lengri en við eigum að venjast heima.“
Íslenska landsliðið var þannig skipað og
árangur þeirra í höggleiknum var eftir-
farandi:
Kristófer Orri Þórðarson GKG 26. sæti (73-73
(+2), Egill Ragnar Gunnarsson GKG 35. sæti
(73-74) +4, Fannar Ingi Steingrímsson GHG
43. sæti (71-77) +4, Henning Darri Þórðarson
GK 85. sæti (76-79) +11, Birgir Björn Magnús-
son GK 86. sæti (75-81) +12, Aron Snær Júlíus-
son GKG 93. sæti (81-82) +19.
Er allt klárt fyrir golfsumarið?
Allar gerðir af
TITLEIST boltum
Gerðu verð-
samanburð
www.netgolfvorur.is - panta@netgolfvorur.is - s. 821-0152.
Finndu okkur á facebook
SENDUM FRÍTT - SKIPTUM UM GRIP - LANDSINS MESTA ÚRVAL AF PÚTTGRIPUM
Ertu búin(n)
að huga að
gripunum?
COLDFUSION
Sérhannaður
fyrir kalt
veðurfar
F.v. Úlfar, Fannar, Kristófer, Egill, Aron, Björn, Henning og Ragnar.