Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 26

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 26
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 26 Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu, sem fram fór við frábærar aðstæður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 27.- 29. júní. Þetta er í annað sinn sem Kristján Þór hampar þessum titli en hann lék til úr- slita gegn Bjarka Péturssyni úr Golfklúbbi Borgarness og hafði þar betur 2/1. GR-ingarnir Stefán Már Stefánsson og Haraldur Franklín Magnús léku um þriðja sætið og þar sigraði Stefán 2/1. Keppnisfyrirkomulagið á Securitasmótinu var með þeim hætti að keppendum er raðað niður í átta riðla og voru fjórir kylfingar í hverjum riðli. Í riðlakeppninni léku allir kylfingarnir þrjá leiki og sigurvegararnir í hverjum riðli komst í átta manna úrslit. Raðað var í riðla eftir stöðu keppenda á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Már Einarsson GKj., Birgir Leifur Hafþórsson GKG, Haraldur Franklín Magnús GR, Heiðar Davíð Bragason GHD, Benedikt Árni Harðarson GK, Stefán Már Stefánsson GR, Bjarki Pétursson GB og Rúnar Arnórsson GK léku í átta manna úrslitum. Kristján Þór lagði Birgi Leif Hafþórsson í átta manna úrslitum 2/0, og hann sigraði Harald Franklín Magnús í undanúrslitum. Bjarki mætti Rúnari Arnórssyni í átta manna úrslitum og hafði betur 2/0, og Bjarki sigraði Stefán Má Stefánsson í undaúrslitum í mögn- uðum leik á 20. holu. Þar stóð upp úr þegar Stefán Már bjargaði parinu á 18. holu með ævintýralegu innáhöggi þar sem hann sló örv- hent í þriðja högginu og setti síðan niður um 7 metra pútt til að komast í bráðabana gegn Bjarka. Í úrslitaleiknum á milli Kristjáns Þórs og Bjarka náði Kristján að komast yfir strax á 1. holu, en Bjarki náði að jafna á þeirri 5. þar sem Kristján þurfti að taka víti eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Næstu fjórar holur féllu og það var því allt jafnt eftir 9 holur. Kristján Þór náð að vinna 10., 11. og 12. og hann var í sterkri stöðu þegar þeir slógu upphafshöggin á 13. teig. Á 13. lenti Kristján Þór í gríðarlega erfiðri stöðu þegar hann sló annað höggið ofaní glompuna sem er hægra megin við flötina. Hann hafði nánast ekkert svæði til að vinna með en með ótrúlegum hætti náði Kristján Þór að koma boltanum í 1,5 m. fjarlægð frá holunni. Hann bjargað parinu og átti þrjár þegar komið var á 14. Bjarki náði að vinna eina holu til baka á 14. með pari – en á 15. sló Kristján eitt besta högg mótsins með 3-tré af 240 metra færi og „klíndi“ boltanum upp við holuna. Hann átti því 3 en Bjarki vann eina holu til baka á 16. með því að fá par. Bjarki fékk gott tækifæri til þess að vinna aðra holu til baka á 17. flöt en um 2 metra pútt hans fyrir fugli krækti í holubarminn og KRISTJÁN ÞÓR lét verkin tala á Hvaleyrinni - fagnaði sigri gegn Bjarka Péturssyni á Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu. Stefán Már Stefánsson slær hér magnað högg örvhent við 18. flötina í undanúrslitaleiknum gegn Bjarka Péturssyni. Kristján Þór ásamt fjölskyldu sinni. Einar faðir hans, Hrafnhildur Lilja dóttir hans og Marý Valdís unnusta hans sem á von á sér í ágúst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.