Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 28

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 28
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 28 Tinna Jóhannsdóttir úr Keili kom afs- löppuð og með engar væntingar til leiks á Íslandsmótinu í holukeppni, Securitas- mótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli 27.-29. júní. Tinna hefur lagt afreksgolfið aðeins aftar í forgangsröðunina eftir að hafa reynt við atvinnumannadrauminn um nokkurt skeið. Hún naut sín vel við flottar aðstæður á heimavellinum þar sem hún lék til úrslita gegn Karen Guðnadóttur úr GS. Tinna náði strax yfirhöndinni í úrslita- leiknum með því að vinna fyrstu holuna gegn Karen og eftir 5 holur var Tinna með tvær holur. Hún vann einnig 7. og 8. og var því fjórar holur upp þegar þær voru hálfnaðar. Karen náði að vinna eina holu til baka á 10., en Tinna náði einni til baka á 12. Tinna tryggði sér sigurinn með glæsilegu innáhöggi á 14. flöt þar sem hún var nálægt því að fá örn og fagnaði hún fyrsta Íslands- meistaratitlinum í holukeppni vel og innilega eftir 5/4 sigur gegn Karen Guðnadóttur. Keppnisfyrirkomulagið á Securitasmótinu var með þeim hætti að keppendum var raðað niður í átta riðla og voru fjórir kylfingar í hverjum riðli. Í riðlakeppninni léku allir kylfingarnir þrjá leiki og sigurvegararnir í hverjum riðli komst í átta manna úrslit. Raðað var í riðla eftir stöðu keppenda á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Í riðli átta voru þrír kylfingar þar sem að einn kylfingur forfallaðist. Sunna Víðisdóttir GR, Heiða Guðnadóttir GKj, Signý Arnórsdóttir GK, Karen Guðna- dóttir GS, Berglind Björnsdóttir GR, Tinna Jóhannsdóttir GK, Guðrún Brá Björgvins- dóttir GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR sigruðu í sínum riðlum og léku í átta manna úrslitum. Heiða og Karen mættust í undanúr- slitum og Tinna og Guðrún Brá. „Ég var bara afslöppuð og var ekki með miklar væntingar fyrir þetta mót. Það var ánægjulegt að sigra og loksins náði ég þessum titli. Ég veit ekki hvað ég hef tapað oft í úrslitaleik á Íslandsmótinu í höggleik en núna er þetta komið,“ sagði Tinna en hún æfir ekki mikið golf eftir að hún hætti í atvinnumennsku. Hún vinnur hjá Isavia og er einnig að kenna golf hjá Keili. „Ég reyndi nánast alltaf að eiga 100 metra högg inná – lengdarstjórnunin var lítil sem engin í inn- áhöggunum sem voru nær. Golfið er tóm- stundagaman hjá mér núna og ég er ekki viss um að taka þátt á Íslandsmótinu í höggleik. Tinna sagði að undanúrslitaleikurinn gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili hafi verið erfiðasti leikurinn – en þær eru systkinabörn. „Ég spilaði eiginlega bara við Keilisstelpur á þessu móti og það er alltaf skrýtin tilfinning að spila gegn þeim,“ sagði Tinna. Guðrún Brá úr Keili varð þriðja en hún sigraði Heiðu Guðnadóttur úr Kili, 2/0. Heiða var búin að vinna þrjár holur eftir 8 holur í leiknum um þriðja sætið en Guðrún Brá náði að saxa á það forskot. Staðan var jöfn eftir 14. holu og Guðrún Brá komst yfir á 15. og tryggði sér síðan 2/0 sigur á 17. flöt. Heiða náði eftirtektarverðum árangri á þessu móti en hún lagði Valdísi Þóru Jónsdóttur í riðlakeppninni og tryggði sér nánast sigur í riðlinum með þeim sigri. Hún sigraði síðan Sunnu Víðisdóttur, sem er Íslandsmeistari í höggleik, í átta manna úrslitum. Þriggja metra pútt fyrir pari gaf góð fyrirheit „Púttið sem ég setti í á fyrstu holu í úr- slitaleiknum gegn Karen Guðnadóttur var eftirminnilegasta högg mótsins. Ég setti fyrra púttið þrjár metra fram yfir holuna og það var ekki í fyrsta sinn á þessu móti sem ég upplifði það. Karen er góð í púttunum og stutta spilinu, ég fann því fyrir pressu að setja niður par púttið, þannig að hún næði ekki yfirhöndinn á fyrstu holu. Ég setti niður par púttið og hún missti sitt sem kom mér á óvart. Púttið sem ég setti í var í raun „augna- blik“ mótsins að mínu mati, var sterkt fyrir sjálfstraustið og framhaldið í úrslitaleiknum,“ sagði Tinna Jóhannsdóttir þegar hún var innt eftir „eftirminnilegasta högginu“ á Íslands- mótinu í holukeppni, Securitasmótinu. TINNA MÆTTI AFSLÖPPUÐ TIL LEIKS - fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni í fyrsta sinn á gamla heimavellinum „Hvaleyrin er minn heimavöllur og seinni níu holurnar eru mínar uppáhaldsholur. Ég hef aldrei verið hrifin af 5. holunni af bláum teigum, Teighöggið hrikalega ósanngjarnt fyrir okkur þannig ég var mjög ánægð með að teigarnir voru færðir á gula teiginn, þar sem ég vil bara að hann sé alltaf. Annars hlakkar mig alltaf til að spila 13 holuna, hún býður uppá allskonar skemmtilegheit,“ sagði Tinna um uppáhaldsholuna sína á Hvaleyrarvelli. Tilhlökkun að leika 13. brautina Tinna fagnar hér Íslands- meistaratitlinum ásamt móður sinni sem var að- stoðarmaður hennar. Tinna slær hér á 13. teig. Heiða og Karen Guðnadætur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.