Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 54
með iPhone eða iPad
Vertu þinn eigin
þjálfari
iPad mini
Verð frá: 49.990.-*
iPhone
Verð frá: 67.890.-*
*V
er
ð
m
ið
as
t v
ið
li
st
av
er
ð
1.
m
aí
2
01
4
og
g
et
a
br
ey
st
fy
rir
va
ra
la
us
t.
Birgir Leifur Hafþórsson er í sérstakri stöðu þegar hann mætir í titilvörnina á
Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. Birgir Leifur,
sem hefur sigrað fimm sinnum á Íslandsmótinu í höggleik, hefur unnið fjóra
af þeim titlum sem félagi í GKG, en hann var í Leyni á Akranesi þegar hann
fagnaði sínum fyrsta titli árið 1996. Hann sigraði einnig 2003, 2004, 2010 og 2012.
Kostur að hafa unnið fimm sinnum
„Þetta er bara golf. Annaðhvort spilar maður
vel eða ekki. Aðalmálið er að spila vel og ég
sef alveg ágætlega yfir þessu öllu saman,“
sagði Birgir við Golf á Íslandi þegar hann var
inntur eftir því hvernig hann upplifði það að
mæta í titilvörnina á heimavelli.
„Ég er búinn að vera í GKG frá árinu 2003
og hef unnið fjóra af fimm Íslandsmeistara-
titlunum eftir að ég gekk í raðir klúbbsins.
Það er því sérstakt fyrir mig að mæta í titil-
vörnina á Íslandsmótinu í höggleik á þessum
velli. Það er pressa á mér, ég viðurkenni það
alveg. Guðmundur Oddsson formaður og
fleiri góðir menn vilja fá Íslandsmeistara-
titilinn í GKG á ný og þannig er þetta á
hverju ári. Það sama var uppi á teningnum
í fyrra þegar Haraldur Franklín Magnús
mætti í titilvörnina á Korpúlfsstöðum hjá
GR. Það ætti að vera kostur að hafa upplifað
það fimm sinnum áður að hafa verið í þeirri
stöðu að hafa sigrað á þessu móti sem er það
stærsta á hverju ári hér á Íslandi.“
Hitta flatir og heitur pútter
„Ég fæ góðan tíma til að undirbúa mig fyrir
þetta mót. Ég hef ekki spilað oft hérna í
Leirdalnum í sumar en ég er búinn að spila
völlinn í huganum mörgum sinnum. Ég þarf
að fá inn viss atriði í leiknum til þess að þetta
smelli allt saman. Það þarf að vera á bolt-
anum á þessum velli og slátturinn þarf að
vera í lagi. Púttin eru mikilvægust því það er
sama hversu góður þú ert í vippum á þessum
velli þá kemur alltaf upp sú staða fyrir utan
flatirnar að það er nánast ómögulegt að
koma boltanum nálægt. Það er bara heppni
hvernig legu maður fær fyrir utan flatirnar
eftir kalið sem var á vellinum eftir veturinn.
Að hitta flatir í innáhöggunum og pútta vel
er algjört lykilatriði til þess að ná góðu skori
á þessum velli.“
„Undirbúningur minn fyrir þetta mót er
með mjög svipuðum hætti og í fyrra. Ég fór
með karlalandsliðinu sem liðsstjóri á EM í
Finnlandi tveimur vikum fyrir Íslandsmótið.
Skiljanlega gat ég ekki leikið á meðan það
verkefni stóð yfir en ég gat aðeins æft með
strákunum þegar tími gafst til. Það er líka
gott að fá tilfinninguna að manni langi virki-
lega í golf eftir svona törn á „hliðarlínunni“
og það er tilhlökkun að takast á við æfinga-
törnina fyrir Íslandsmótið og mótið sjálft.“
„Ég hef ekki keppt mikið að undanförnu og
það gæti tekið nokkrar holur að fá „hrollinn“
úr manni. Verst er að á þessum velli gæti
það verið of seint því fyrstu þrjár brautirnar
á Leirdalsvelli eru allt holur þar sem maður
þarf að vera með allt 100% í lagi. Það þýðir
ekkert að „hita“ sig upp á þeim holum því
það eru allt alvöru golfholur.“
Aðalmarkmiðin enn erlendis
Ég setti mér það markmið að ná að jafna
árangur Úlfars Jónsssonar og Björgvins Þor-
steinssonar fyrir nokkrum árum sem hafa
unnið sex sinnum. Ég hafði lítið velt þessu
fyrir mér fram að því og aldrei haft þetta sem
„markmið uppi á vegg“ eins og Tiger Woods
með risatitlametið hjá Jack Nicklaus. Ef ég
hefði farið að velta þessu fyrr fyrir mér þá
hefði ég tekið þátt á fleiri Íslandsmótum. Ég
er samt enn með það sem aðalmarkmið að
ná árangri á atvinnumótum erlendis og það
gæti sett mig í klemmu ef ég fengi boð um að
taka þátt á Áskorendamótaröðinni í Evrópu
á sama tíma og Íslandsmótið. Það yrði erfitt
val – og maður veit aldrei hvað gerist í þeim
málum. Ég er ekki öruggur með að fá inn
á mótum á Áskorendamótaröðinni og fer
því á nokkur mót á Nordic Golf League á
Norðurlöndunum áður en úrtökumótin fyrir
Evrópumótaröðina hefjast í haust.“
FINN FYRIR
PRESSUNNI
-Birgir Leifur Hafþórsson ætlar sér að
verja titilinn á heimavelli og jafna met
Úlfars og Björgvins