Golf á Íslandi - 01.07.2014, Qupperneq 54

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Qupperneq 54
með iPhone eða iPad Vertu þinn eigin þjálfari iPad mini Verð frá: 49.990.-* iPhone Verð frá: 67.890.-* *V er ð m ið as t v ið li st av er ð 1. m aí 2 01 4 og g et a br ey st fy rir va ra la us t. Birgir Leifur Hafþórsson er í sérstakri stöðu þegar hann mætir í titilvörnina á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. Birgir Leifur, sem hefur sigrað fimm sinnum á Íslandsmótinu í höggleik, hefur unnið fjóra af þeim titlum sem félagi í GKG, en hann var í Leyni á Akranesi þegar hann fagnaði sínum fyrsta titli árið 1996. Hann sigraði einnig 2003, 2004, 2010 og 2012. Kostur að hafa unnið fimm sinnum „Þetta er bara golf. Annaðhvort spilar maður vel eða ekki. Aðalmálið er að spila vel og ég sef alveg ágætlega yfir þessu öllu saman,“ sagði Birgir við Golf á Íslandi þegar hann var inntur eftir því hvernig hann upplifði það að mæta í titilvörnina á heimavelli. „Ég er búinn að vera í GKG frá árinu 2003 og hef unnið fjóra af fimm Íslandsmeistara- titlunum eftir að ég gekk í raðir klúbbsins. Það er því sérstakt fyrir mig að mæta í titil- vörnina á Íslandsmótinu í höggleik á þessum velli. Það er pressa á mér, ég viðurkenni það alveg. Guðmundur Oddsson formaður og fleiri góðir menn vilja fá Íslandsmeistara- titilinn í GKG á ný og þannig er þetta á hverju ári. Það sama var uppi á teningnum í fyrra þegar Haraldur Franklín Magnús mætti í titilvörnina á Korpúlfsstöðum hjá GR. Það ætti að vera kostur að hafa upplifað það fimm sinnum áður að hafa verið í þeirri stöðu að hafa sigrað á þessu móti sem er það stærsta á hverju ári hér á Íslandi.“ Hitta flatir og heitur pútter „Ég fæ góðan tíma til að undirbúa mig fyrir þetta mót. Ég hef ekki spilað oft hérna í Leirdalnum í sumar en ég er búinn að spila völlinn í huganum mörgum sinnum. Ég þarf að fá inn viss atriði í leiknum til þess að þetta smelli allt saman. Það þarf að vera á bolt- anum á þessum velli og slátturinn þarf að vera í lagi. Púttin eru mikilvægust því það er sama hversu góður þú ert í vippum á þessum velli þá kemur alltaf upp sú staða fyrir utan flatirnar að það er nánast ómögulegt að koma boltanum nálægt. Það er bara heppni hvernig legu maður fær fyrir utan flatirnar eftir kalið sem var á vellinum eftir veturinn. Að hitta flatir í innáhöggunum og pútta vel er algjört lykilatriði til þess að ná góðu skori á þessum velli.“ „Undirbúningur minn fyrir þetta mót er með mjög svipuðum hætti og í fyrra. Ég fór með karlalandsliðinu sem liðsstjóri á EM í Finnlandi tveimur vikum fyrir Íslandsmótið. Skiljanlega gat ég ekki leikið á meðan það verkefni stóð yfir en ég gat aðeins æft með strákunum þegar tími gafst til. Það er líka gott að fá tilfinninguna að manni langi virki- lega í golf eftir svona törn á „hliðarlínunni“ og það er tilhlökkun að takast á við æfinga- törnina fyrir Íslandsmótið og mótið sjálft.“ „Ég hef ekki keppt mikið að undanförnu og það gæti tekið nokkrar holur að fá „hrollinn“ úr manni. Verst er að á þessum velli gæti það verið of seint því fyrstu þrjár brautirnar á Leirdalsvelli eru allt holur þar sem maður þarf að vera með allt 100% í lagi. Það þýðir ekkert að „hita“ sig upp á þeim holum því það eru allt alvöru golfholur.“ Aðalmarkmiðin enn erlendis Ég setti mér það markmið að ná að jafna árangur Úlfars Jónsssonar og Björgvins Þor- steinssonar fyrir nokkrum árum sem hafa unnið sex sinnum. Ég hafði lítið velt þessu fyrir mér fram að því og aldrei haft þetta sem „markmið uppi á vegg“ eins og Tiger Woods með risatitlametið hjá Jack Nicklaus. Ef ég hefði farið að velta þessu fyrr fyrir mér þá hefði ég tekið þátt á fleiri Íslandsmótum. Ég er samt enn með það sem aðalmarkmið að ná árangri á atvinnumótum erlendis og það gæti sett mig í klemmu ef ég fengi boð um að taka þátt á Áskorendamótaröðinni í Evrópu á sama tíma og Íslandsmótið. Það yrði erfitt val – og maður veit aldrei hvað gerist í þeim málum. Ég er ekki öruggur með að fá inn á mótum á Áskorendamótaröðinni og fer því á nokkur mót á Nordic Golf League á Norðurlöndunum áður en úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina hefjast í haust.“ FINN FYRIR PRESSUNNI -Birgir Leifur Hafþórsson ætlar sér að verja titilinn á heimavelli og jafna met Úlfars og Björgvins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.